Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Skráning hafin í EnduroCrossið

Endurocross
Skráning er hafin í endurocrossið sem VÍR heldur á Sólbrekkusvæðinu 5.nóvember næstkomandi. Jói Kef og félagar hafa lofað frábærri braut sem allir geta ráðið við og auk þess verða hjáleiðir fyrir þá sem verða orðnir þreyttir.

Keppt verður í tveimur flokkum, einmenning og tvímenning. Keppnisgjaldið er 4000 krónur á mann, þ.e. 4000 í einmenninginn og 8000 fyrir liðið í tvímenningi.

Video frá brautarlagningu hér

Lesa áfram Skráning hafin í EnduroCrossið

Létt mótorhjól í smalamennsku

Ólíkt flestum öðrum mótorhjólum, sem eiga ekkert erindi í leitir

Aðsend grein. Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 15.september 2011.

Í Bændablaðinu þann 18. ágúst sl. var auglýst mótorhjól sem „nýjung í smalamennsku“. Létt klifurhjól, tætir ekki upp gróður, umhverf- isvænt. Með þessari auglýsingu opnaðist heit umræða um smala- mennsku á vélknúnum tækjum og utanvegaakstur.

Flest mótorhjól eiga ekkert erindi í smalamennsku
Ég er á þeirri skoðun að motocross- mótorhjól eigi ekkert erindi í smala- mennsku þar sem gróður er. Þau eru sérsmíðuð keppnistæki til aksturs á motocross-brautum, en öðru gegnir með svo kölluð enduro-hjól, sem eru aðeins mýkri, en samt í flestum til- fellum óhentug til smalamennsku. Það er því vissulega fagnaðarefni ef þessi klifurhjól geta verið notenda- væn í smölun og alltaf ber að fagna nýjungum. Af hverju mættu bændur ekki nýta sér nýjustu tækni eins og aðrir? Mér fannst ég knúinn til að kanna málið.

Lesa áfram Létt mótorhjól í smalamennsku

Hvað eiga fótbolti og trial sameiginlegt?

Nánast ekkert… nema þetta myndband frá æfingu hjá Toni Bou


Trial sýning í dag

Trial !

MxSport.is stendur fyrir trial-sýningu í tilefni af afmæli sínu í dag. Sýningin verður í dag milli 17 og 20 í Go-Kart húsinu Stórási 4 í Garðabæ. Tilvalið að eyða eftirmiðdeginum þar og sjá trial-kappa sýna listir sínar.

Kynning á 2011 Sherco

Næst komandi laugardag verður MXsport.is með kynningu á 2011 Sherco Trial hjólunum. Kynningin verður haldin í vesturenda Go-Kart hússins í Garðabæ (þar sem Héðinn var áður til húsa) og hefst kl. 17. Boðið verður uppá pylsur og gos og einnig koma stórhugaðir Trial ökumenn og sýna listir sínar í sérhannaðri Trial braut.