Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT 19-39 ÚRSLIT 40-49 ÚRSLIT TVIMENNINGUR ÚRSLITÞað hafa oft verið fleiri keppendur á Akureyri en þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda svæðið algjörlega frábært til að halda endurokeppni.Veðrið tók á sig ýmsar myndir til að byrja með en fljótlega eftir start lét sólin sjá sig og var dagurinn því með besta móti þegar upp var staðið. Sumarið hefur reyndar látið bíða eftir sér þannig að talsverð bleyta og drulla var efst í brautinni. Prufuhringur tók td. 45 mínútur þar sem menn voru að prófa hina og þessa staði til að festa sig. Í fyrri umferðinni gekk á ýmsu og voru menn að lenda í smá basli með sandbrekkurnar ásamt því að drullan tók sinn toll.

Lesa áfram Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

Akureyri Enduro

Heyrst hefur að það hafi verið DRULLUGAMAN á Akureyri um helgina.

1898244_10152966269170388_280723972241829872_n

Frábær Klausturskeppni afstaðin

Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn
Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn

Guðbjartur Magnússon og Gunnlaugur Karlsson sigruðu heildarkeppnina á Klaustri í gær með flottum akstri en þeir fóru heila 16 hringi á 6 klukkustundum og 5 mínútum.

Það viðraði ekki sérlega vel á okkur í gærmorgun aldrei þessu vant, rigning og þéttur vindur mættu keppendum þegar þær mættu á staðinn. Það stytti þó upp áður en keppni hófst en bætti í staðinn í vind en það truflaði ekki gleðina á þessum magnaða stað.

Lesa áfram Frábær Klausturskeppni afstaðin

Keppendalistinn á Klaustri 2015

Góðir hálsar, gleðin er skammt undan og hér er keppendalistinn sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Aron Berg Pálsson sigraði skráningarkeppnina í ár – líklega annað árið í röð, geri aðrir betur! „Skráningardeild VÍK“  aka Einar Sverrisson hefur legið yfir listanum í allan dag og lagað þær skráningar sem óskað var eftir og fundið út úr þeim fjölmörgu sem „gleymdu“ að skrá keppnisfélagann í hasarnum í skráningunni. Enn vantar þó nafn og upplýsingar um tvo keppendur á listann og væri gott að fá upplýsingar um þau sem allra fyrst!

Fjöldi keppenda er rétt yfir 200 í þetta skiptið og þó það hefði verið gaman að sjá fleiri þá munu eftirtaldir vonandi skemmta sér konunglega. Brautin var amk. merkt um helgina og er í sínu albesta formi. Listinn er hér fyrir neðan – skoðun hefst svo hjá BogL á morgun miðvikudag kl. 18.15.  Sjáumst þar. Lesa áfram Keppendalistinn á Klaustri 2015

OKKUR VANTAR AÐSTOÐ

Okkur vantar ennþá viljuga til að hjálpa okkur í brautargæslu. Á morgun, Laugardaginn 16. Maí vantar okkur enn amk þrjá til að vinna með okkur.

Okkur vantar brautarverði í Enduro CC laugardaginn 16. Maí. Þarna er mjög gott að koma inn í sportið og fá að eiga góðan tíma með skemmtilegu fólki og enn fremur að fá að aka um þetta svæði.

Okkur vantar brautarverði í Klausturskeppnina laugardaginn 30. Maí. Þurfum varla að ræða þetta 🙂 svæðið er geggjað, skemmtunin frábær. Við sköffum bensín á hjólin, mat í tunnuna og hamborgara í eftirrétt.

Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á vik@motocross.is    Gott væri ef hægt er að taka fram nafn, aldur og símanúmer. Einnig má hringja í Óla S: 6903500

Klaustur
Klaustur

Enduro Hella
Enduro Hella

Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro  Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur :)
Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro
Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur 🙂

Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.

KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni  „I survived GFH enduro á Akureyri!

Lesa áfram Glæsileg endurokeppni á Akureyri!