Lög VÍK

LÖG VÉLHJÓLAÍÞRÓTTAKLÚBBSINS

  1. kafli

Eðli félagsins og tilgangur.

  1. grein

Félagið heitir Vélhjólaíþróttaklúbburinn. Skammstafað V.Í.K. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagið var stofnað 9. nóvember 1978.

  1. grein

Tilgangur félagsins er að vinna að útbreiðslu og eflingu vélhjólaíþrótta og skapa meðlimum þess aðstöðu til að stunda íþrótt sína á ákveðnum lokuðum svæðum, viðurkenndum af yfirvöldum.

Markmið félagsins er að ná til sem flestra vélhjólaíþróttamanna og gefa þeim gott fordæmi um umgengni og verndun landsins.

  1. grein

Inntaka félagsmanna:

  1. Hver sem er getur gerst fullgildur meðlimur félagsins.
  2. Þeir, sem óska eftir inngöngu í félagið en eru ekki sjálfráða, verða að hafa til þess samþykki foreldra sinna eða forráðamanna.
  3. Stjórn félagsins getur hafnað umsókn um aðild, ef 2/3 hlutar hennar greiða því atkvæði, án frekari skilgreiningar.
  4. Aðalfundur hefur heimild til að kjósa heiðursmeðlim að tillögu stjórnarinnar, en við slíka samþykkt þarf sams konar meirihluta og krafist er til að breyta lögum félagsins.
  5. Ekki er leyfilegt að ræða uppástungur um heiðursfélaga á aðalfundi.
  1. grein

Ársgjöld í félagssjóð eru ákveðin á aðalfundi til eins árs í senn.

  1. grein

Úrsögn, brottvikning:

  1. Þegar meðlimur hefur ekki greitt félagsgjald í eitt ár, getur stjórnin vikið honum úr félaginu með a.m.k. sjö sólarhringa fyrirvara, skriflega.
  2. Sá, sem vikið hefur verið úr félaginu vegna vanskila, er ekki hlutgengur til þátttöku í félaginu aftur fyrr en hann hefur greitt skuld sína við það.
  3. Stjórnin hefur heimild til að víkja manni úr félaginu ef viðkomandi hefur gerst sérlega brotlegur. Ákvörðun stjórnarinnar verður að vera byggð á atkvæðagreiðslu, þar sem að a.m.k. 2/3 hlutar stjórnarmanna samþykkja brottvikninguna. Viðkomandi félagsmanni skal þó heimilt áður en stjórnin tekur ákvörðunina, að bera fyrir sig varnir og hann getur gert kröfu til þess, að um brottvikninguna verði fjallað á aðalfundi.
  4. Hægt er að víkja manni úr félaginu, ef tillaga þar að lútandi, er borin fram af a.m.k. 15 félögum er samþykkt á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða.
  5. Þegar ætlun er að fjalla um brottvikningu á aðalfundi á viðkomandi félagsmaður heimtingu á að fá tilkynningu um það, með a.m.k. 3ja sólarhringa fyrirvara, jafnframt því sem hann hefur heimild til að sækja fundinn til að bera vörn fyrir sig. Ákvörðunin um brottvikninguna skal tekin fyrir sem sérstakur dagskrárliður.
  6. Félagsmaður, sem vikið hefur verið úr félaginu að ákvörðun aðalfundar, er aðeins tækur í félagið aftur, ef aðalfundur gerir samþykkt þar að lútandi, en til þess þarf sama meirihluta og krafist var við brottvikninguna.

 

  1. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins, en þó með þeim takmörkunum, sem um er getið í lögum þess.

  1. grein

Aðalfundur skal haldinn ár hvert í desembermánuði og skal boðaður á heimasíðu félagsins með a.m.k. 2ja vikna fyrirvara. Dagskrá skal senda út með aðalfundarboði.

  1. Tillögur, sem óskað er að lagðar verði fyrir aðalfund til ákvörðunar, skulu hafa borist stjórninni í hendur eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
  2. Kosningarétt hafa allir fullgildir félagsmenn, sem greitt hafa félagsgjöld. Þeir einir, sem sækja aðalfund hafa kosningarétt.
  1. grein

Dagskrá aðalfundar.

Á dagskrá venjulegs aðalfundar skulu vera eftirfarandi atriði.

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar og nefnda lagðar fram til umræðu og samþykktar.
  3. Reikningur síðasta reikningsárs lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  4. Ákvörðun tekin um félagsgjöld.
  5. Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.
  6. Kosning formanns.
  7. Kosning fjögurra stjórnarmanna.
  8. Kosning tveggja varamanna.
  9. Kosning tveggja endurskoðenda.
  10. Kosning nefnda.
  11. Önnur mál.
  1. grein

Aukaaðalfundur.

Stjórnin getur boðað til aukaaðalfundar hvenær sem er og slíkan fund ber að boða, þegar a.m.k. helmingur fullgildra félagsmanna sendir stjórninni skrifleg tilmæli þar að lútandi. Þegar slík tilmæli berast, á að halda aðalfund eigi síðar en mánuði eftir að þau hafa borist stjórninni í hendur, ásamt upplýsingum um efni það, sem óskað er eftir að rætt verði. Um fundarboð og tilkynningu dagskrár skal farið eins og segir í fyrstu málsgrein 7. greinar laga félagsins.

  1. grein

Fundarstjórn á aðalfundi og fleira.

  1. Aðalfundur kýs fundarstjóra, sem ekki má vera meðlimur stjórnarinnar. Ákvarðanir fundarstjóra skulu bornar undir atkvæði, ef 1/3 hluti fullgildra félagsmanna krefjast þess.
  2. Einfaldur meirihluti ræður við atkvæðagreiðslur á aðalfundi, nema ef lög félagsins kveða á um annað. Fundarstjóri ákveður hvernig atkvæðagreiðslum skuli háttað, atkvæðagreiðslur og kosningar skulu þó vera skriflegar, ef 1/3 hluti félagsmanna óska þess og atkvæðagreiðslum um brottvikningu félagsmanna skal einnig fara fram skriflega.
  3. Ákvarðanir aðalfundar skulu færðar í gerðarbók, þar sem ágrip af umræðum eru skráð svo ítarlega, sem fundarstjóri ákveður.
  4. Fundarstjóri undirritar gerðarbók.

 

  1. grein

Stjórnin, sem er fulltrúi félagsins í öllum málum, hefur umsjá með daglegum rekstri félagsins. Ákvarðanir hennar sem teknar eru með lögmætum hætti, eru bindandi fyrir félagið, svo og störf hennar í framhaldi af þeim.

  1. Stjórnina skipa formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, fimmti stjórnarmaður og tveir varamenn og eru allir kjörnir til eins árs í senn.
  2. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn.
  3. Hætti einhver stjórnarmeðlima á árinu af óviðráðanlegum orsökum, velur stjórnin mann til að taka sæti hans.
  1. grein

Stjórnin skiptir með sér verkum á fundi, þegar eftir aðalfund og eigi síðar en eftir 14 daga.

  1. Stjórnin setur sér sjálf starfsreglur.
  2. Stjórnin er því aðeins ályktunarfær, að helmingur stjórnarmanna sé mættur, þar á meðal formaður og varaformaður.
  3. Varaformaður tekur sæti formanns í forföllum hans.
  4. Ef atkvæði eru jöfn innan stjórnarinnar, ræður atkvæði formanns úrslitum.
  1. grein

Reikningsár félagsins er 1. nóvember til 31. október.

  1. Fyrir 1. desember ár hvert á stjórnin að afhenda endurskoðendum rekstarreikning síðasta reikningsárs og efnahagsreikning 31. október.
  2. Rekstrarreikningur og efnahagsreikningur, áritaðir af endurskoðendum, skulu lagðir fyrir aðalfund til samþykktar.
  3. Rekstarreikningur og efnahagsreikningur skulu birtir félagsmönnum a.m.k. viku fyrir aðalfund.
  1. grein

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambands Íslands, skammstafað MSÍ.

  1. grein

Lög þessi eru sett á aðalfundi Vélhjólaíþróttaklúbbsins 7. desember 2016 og öðlast þegar gildi. Lögum þessum verður því aðeins breytt að 2/3 hlutar félagsmanna á aðalfundi samþykki þá breytingu.

Bolalada