Greinasafn fyrir flokkinn: Freestyle

FMX

Crossfitæfingar í fullum gangi – meira eftir áramótin

Það er frekar rólegt yfir sportinu okkar þessa dagana en það sama verður ekki sagt um þann hóp sem sækir Crossfitæfingar VÍK sem fara fram í Crossfit Reykjavík. Æfingar hafa verið á mánudögum og miðvikudögum í haust og halda áfram eftir áramótin og verða þá líklega þrisvar í viku. Haukur #10, Valdi #270, Sverrir, Bína, Oliver, Svala, Halla, Hinrik, Sölvi og allir hinir snillingarnar sem skipa hópinn hafa staðið sig eins og hetjur og kvarta aldrei … eða næstum því aldrei.

En það eru fleiri að nýta sér Crossfit æfingar í motocrossinu. Lance Coury hjá Hart & Huntington freestyle liðinu segir frá sinni reynslu hér:  http://journal.crossfit.com/2012/10/gilbert-lance.tpl 

Líf og fjör …

Kv. Keli og Árni

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

FMX sýningin er í Galtalæk í dag

Fyrir þá sem vilja koma og sjá sýninguna í Galtalæk á BMX, hjólabrettum og svakalegu Freestyle Motocross sýninguna, þá verður fjölskyldupakki í boði. 10.000 kr aðgangseyrir fyrir bílinn miðað við 5 í bíl.
Gildir á meðan sýning stendur yfir frá 12.00 – 18.00

Og fyrir þá sem verða í bænum er rétt að minna á Motocrossið á RÚV kl. 16:30 í dag.

Freestyle sýning í Galtalæk

Freestyle motocross sýning verður á útihátíð í Galtalæk þann 25.júní.

Tveir sænskir ökumenn hafa bókið sig til leiks en þeir heita Martin „Flap“ Snellström og Micke Gullstrand. Þeir hafa báðir tekið þátt í sýningum á borð við Red Bull X Fighters þannig að búast má við heimsklassa sýningu.

Fleiri jaðarsportatriði verða á svæðinu á laugardeginum svo sem BMX og hjólabrettsýningar en Lexi úr LEX-Games verður eitthvað með puttana í þessu.

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is