Greinasafn fyrir flokkinn: EnduroCross

Glæsilegir fulltrúar MotoMos fá viðurkenningu frá Mosfellsbæ

Í gær veitti Mosfellsbær íþróttafólki sem talið er að hafa skarað fram úr í sinni grein viðurkenningar fyrir þátttöku sína fyrir árið 2011.  MotoMos átti sína fulltrúa á svæðinu og voru það hvorki meira né minna en fimm fulltrúa á meðal annara glæsilegra ungmenna á svæðinu.    Eftirfarandi aðilar voru fulltrúar MotoMos í ár.

  • Brynja H. Hjaltadóttir í 85cc kvenna
  • Daði Erlingsson í E1 enduro og MX1
  • Eyþór Reynisson MX2 og MX Open
  • Jökull Þ. Kristjánsson 85cc
  • Viktor Guðbergsson MX Open

Jafnframt fengu Daði Erlingsson verðlaun fyrir þátttöku sína í landsliði Íslands sem keppti í ISDE í Finnlandi, Eyþór Reynisson og Viktor Guðbergsson fyrir þátttöku sína fyrir Íslands hönd á MXON í Frakklandi.  Frábært að bæjarfélagið skuli veita slík hvatningarverðlaun og nú er bara að halda áfram eða gera ennþá betur á næsta ári.

MotoMos tilnefndi Daða Erlingsson sem íþróttamann félagsins fyrir árið 2011 og óskum við honum til hamingju með árangurinn.  Daði hefur vaxið geysilega sem akstursíþróttamaður og hefur nánast verið ódrepandi frá því að hann hóf keppni.  Hefur hann tekið þátt í nánast öllu keppnum sem hann hefur getið verið með í af mikilli óbilgirni og þrautseigju sem hafa komið Daða á þann stall sem hann er á í dag.  Daði á bara eftir að vaxa sem ökumaður ef hann heldur áfram að æfa eins og hann gerir ásamt því að sýna þessu slíkan brennandi áhuga sem hann hefur sýnt frá því að hann hóf þátttöku.  Með tilnefningu MotoMos kom Daði til greina sem íþróttmaður Mosfellsbæjar, sem er mesti heiður sem bærinn veitir íþróttamanni.  Það eitt að vera í þessum hópi er stórkostlegur árangur og viðurkenning fyrir mikið harðfylgi.  Daði náði ekki kjöri sem íþróttamaður Mosfellsbæjar og þá er bara að taka þetta á næsta ári Daði.

Að lokum óskar MotoMos fulltrúum sínum til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með þeim í ár.  Vonandi haldið þið áfram á sömu braut og MotoMos væntir þess að sjá ykkur að ári við afhendingu viðurkenninga af hálfu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.


Endurocrossæfingar á Egilsstöðum

Alltaf standa klúbbarnir sig vel út á landi. Nú eru þeir á Egilstöðum farnir að stunda reglubundnar æfingar innanhúss. Þeir hafa fengið nota reiðhöllina á staðnum og sett upp auðvelda en skemmtilega braut til að halda sér við efnið yfir vetrartíman. Hel flott hjá þeim.

tekið af morgan.is

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Vetrardagatal MSÍ

MSÍ hefur gefið út keppnisdagatal fyrir veturinn 2012. Því miður er engin Enduro-cross keppni á dagatalinu þetta árið.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 28. Janúar Íslandsmót Reykjavík/ Sauðárkrókur/ Mývatn VÍK / AM
Sno-CC 4. Febrúar Íslandsmót Reykjavík / Bláfjöll TTK / VÍK
Snjóspyrna 10. Febrúar Bikarmót Akureyri KKA
Ís-Cross 11. Febrúar Íslandsmót Akureyri KKA / AM
Snjóspyrna 16. Mars Bikarmót Mývatn AM
Ís-Cross 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 14. Apríl Íslandsmót Akureyri KKA

(SNO-CC er snjócross og Cross-country á vélsleðum)

Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Hver hefði trúað því að það væri hægt að keppa í krakka- og motokrossi og enduro 19. nóvember? Allar aðstæður voru með besta móti.

Brautin leit vel út - 19. nóvember 2011! Mynd fengin að láni frá Magnúsi H. Björnssyni

Blæjalogn og 4-5 stiga hiti tók á móti keppendum í gærmorgun. Fyrst á dagskránni var krakkakrossið og þar kepptu 10 sprækir krakkar um glæsileg verðlaun sem Pálmar hafði útvegað hjá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Púkinn, Nítró, Moto, Arctic Trucks, JHM-Sport og Honda-Bernhard. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en að auki fengu allir krakkar medalíur frá VÍK. Lesa áfram Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Vetrarskemmtikeppni á laugardaginn!

Ótrúlegt en satt þetta eru aðstæður í Bolaöldubraut 18.11.11

Já gott fólk, hér er nánast sumarblíða alla daga og allar brautir í toppstandi. Við ætlum því að prófa að blása til skemmtikeppni á laugardaginn í Bolaöldu. Fyrirvarinn er auðvitað enginn en hvað með það – notum tækifærið þegar veðrið er svona bjánalega gott!

Keppt verður bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi og yngstu krakkarnir fá líka sérkeppni fyrir sig.

Krakkakross kl. 11
Allir ökumenn framtíðarinnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Skyldumæting fyrir alla sem hafa verið á æfingunum hjá Helga, Aroni og Gulla og alla aðra sem eru á 50, 65 og að byrja á 85cc hjólum. Keyrt verður í 85 brautinni og foreldrar hjálpa til við að gæta fyllsta öryggis.

Síðan verður keppt í bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi.Við byrjum á motokrossinu og verðum með tvo flokka:
A (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc) keyra 2×15 mínútur
B (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega) keyra 2×10 mínútur. Í enduroinu ætlum við svo að raða saman A og B ökumönnunum í tveggja manna lið og keyra léttan endurohring í klukkutíma. Hægt er að keppa í bæði motokrossi og enduro eða öðru hvoru.

4000 kr. keppnisgjald fyrir stóru hjólin bæði fyrir motokross og enduro og 1000 kr. fyrir krakkana. Skráning er opin HÉR!!! Drífa sig að skrá sig svo við vitum hvort einhverjir mæti 🙂 ATH. tímatökusendar verða notaðir í motocrossið, þeir sem þurf að leigja sendi geta gert það í Nítró fyrir kl. 18 á föstudag. Sértilboð er á leiguverðinu fyrir þessa keppni aðeins kr. 2.000,-

Lausleg dagskrá:
Mæting kl. 1o
Krakkakrosskeppni kl 11 – flott verðlaun fyrir alla!
Motokross kl. 12
Enduro ca kl. 13.30 – hjálp óskast á laugardagsmorguninn að setja upp endurokrossþrautir á æfingasvæðinu!

Tjáið ykkur í kommentum og búum til smá stemningu! Þeir sem vilja hjálpa til eru meira en velkomnir 🙂