Greinasafn fyrir flokkinn: Skemmtiefni

Eitthvað hressandi eins og það væri alltaf föstudagur.

Sandur, sandur, sandur – How to …

Það verða hvít jól og lítið hjólaveður en þá er í góðu lagi að láta sig dreyma. læra eitthvað í leiðinni og vera klár í Þorlák þegar snjóa leysir. Hér er gott veður og Luke Renzland með nokkur góð tips úr sandinum í Florida – enjoy!

 

Grillaðir íslendingar í Grikklandi

Það munandi vonandi ennþá einhverjir eftir Daða „Skaða“ Erlingssyni #298 en hann hélt til Grikklands í flugvirkjanám á síðasta ári. Hann hefur án ef gert garðinn frægan þar eins og hér. Hann sendi okkur link á þetta video af „trialfíflaganginum“ í þeim snillingum í sólinni – enginn snjór eða ís þarna og ábyggilega ekki mjög leiðinlegt 🙂

 

 

 

Þvílík skemmtun – frábær bikarkeppni í Bolaöldu í kvöld!

Þetta var líklega ein skemmtilegasta motocrosskeppni sem við höfum haldið mjög lengi. 12 mótó voru keyrð á tveimur tímum í þremur flokkum, þrír hringir hvert og hörkurace allan tímann! Brautin hefur sjaldan eða aldrei verið betri, frábærar breytingar og fullkomið rakastig! Vá hvað þetta var gaman 🙂

Viktor átti besta tíma kvöldsins, 1.55,211 og var með flest stig í karlaflokki, Aron Ómarsson átti flott comeback og náði öðru sæti og Guðbjartur Magnússon varð þriðji. Í kvennaflokki var Anita Hauksdóttir fyrst með fullt hús, Einey Ösp varð í öðru sæti og Guðfinna Gróa var í þriðja sæti. Í 85 flokki var það svo Oliver Örn sem náði fyrsta sæti eftir hörkukeyrslu, Víðir Tristan varð í öðru og Elmar Darri í þriðja sæti. Í C-flokki varð Guðmundur Börkur Thorarensen fyrstur.

Keppnin og úrslit eru komin inn á Mylaps síðuna hér: http://www.mylaps.com/en/events/947589

Ég veit ekki með ykkur en ég væri alveg til í að keyra aðra svona keppni í næstu viku – er stemning fyrir því?

Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag :)

Hjörtur líklegur - maður dagsins!Í dag var fjórða skiptið í röð sem þessi keppni er haldin og við fáum fullkomið veður, sól, logn og brjáluð blíða með fullkomnu rakastigi í brautinni. Það voru 39 keppendur sem tóku þátt í keppninni og skemmtu sér stórkostlega. Röggsöm stjórn Hjartar Líklegs, flott braut og fullkomið alvöruleysi einkenndi keppnina og voru allar reglur háðar geðþótta – bara gaman. Halli Björns #82 ásamt Pálma Blængs urðu fyrstir, Sebastían og Eyþór urðu í 2. sæti og Róbert Knasiak og Brynjar í  3. sæti. Keppendur upp í 10. sæti fengu afhent verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Suzuki umboðinu, JHM-sport, Arctic Trucks, Ásbirni Ólafssyni, Snæland video, og Jóa Kef (2 x svokölluð kryppurétting). Við þökkum þeim kærlega fyrir það og ég gleymi vonandi engum!

Takk fyrir daginn allir sem mættu og Hjörtur fær sérstakar þakkir fyrir samstarfið 🙂

Lesa áfram Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag 🙂

Enduro-skemmtikeppni VÍK og Líklegs næsta laugardag

Nú er allt að gerast. Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt um helgina og VÍK ásamt Hirti Líklegum standa fyrir enduroskemmtikeppni á laugardagsmorguninn. Allir geta verið með,  einföld braut, tveir saman í liði (vanur og óvanur) og óvæntar uppákomur og verkefni. Keyrt verður í 2 tíma. Mæting er kl. 10 – keppni hefst ca kl 11 og lýkur kl. 13.

Keppnisgjald er 3000 kr., spáin er frábær og engin ástæða til að sitja heim. Skráðu þig með því að setja inn nafn í athugasemd hér fyrir neðan, borgað og skráð á staðnum. Líf og fjör 🙂

Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

Nú er allt að fara af stað hjá okkur.

Næstkomandi miðvikudag, 27.02.2013, verðum við með kynningafund um Klausturskeppnina 2013.

Fundarstaður er ÍSÍ húsið Laugardal, í sal G. Fundartími kl 20:00.

Farið verður yfir:

Kostnað, flokka, reglur, breytingar, skráningu og önnur atriði.

Einnig fáum við til okkar Geir Gunnar Markússon næringarfræðing. Hann mun fara yfir nokkur góð atriði varðandi mataræði fyrir okkur hjólafólk.

Mætið og takið þátt í að skapa.

Stjórn VÍK