Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT 19-39 ÚRSLIT 40-49 ÚRSLIT TVIMENNINGUR ÚRSLITÞað hafa oft verið fleiri keppendur á Akureyri en þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda svæðið algjörlega frábært til að halda endurokeppni.Veðrið tók á sig ýmsar myndir til að byrja með en fljótlega eftir start lét sólin sjá sig og var dagurinn því með besta móti þegar upp var staðið. Sumarið hefur reyndar látið bíða eftir sér þannig að talsverð bleyta og drulla var efst í brautinni. Prufuhringur tók td. 45 mínútur þar sem menn voru að prófa hina og þessa staði til að festa sig. Í fyrri umferðinni gekk á ýmsu og voru menn að lenda í smá basli með sandbrekkurnar ásamt því að drullan tók sinn toll.

Lesa áfram Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

Bolaalda MX keppni 2015

Nú er komið að stóru stundinni hjá okkur. MX keppnin er á laugardag 22.08.15.

Við þurfum aðstoð við flöggun, í boði er matur og kaffi ásamt 5 miðum í brautirnar/ slóðana. ( Miðarnir gilda líka fyrir næsta ár )  Þeir sem vilja aðstoða okkur við þetta nauðsynlega hlutverk, vinsamlegast sendið skilaboð á okkur: oli.thor.gisla@gmail.com  eða sms í s: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Mikið rosalega værum við þakklát ef einhver sér fært að aðstoða okkur við að tryggja öryggi keppenda. Og til að aðstoða þessi hér fyrir neðan í að verða meistarar í drullumalli.

 

IMG_1935

IMG_1932IMG_1938

BOLAÖLDUBRAUT – BIKAR – KEPPNI – HELGIN

Eins og“ örfáir“ vita þá efum við með bikar-sprett-keppni í kvöld og þar af leiðandi er brautin LOKUÐ öðrum en keppendum.  Brautin er síðan lokuð frá og með morgundeginum 19.08.15 kl 18:00 Fram yfir keppni.

En við skulum ekki gleyma okkur. Það þarf að líka að skrá sig í keppnina sem er á LAUGARDAG og það fyrir kl 10 í kvöld. Þannig ef þú ert að taka þátt í kvöld, þá er eins gott fyrir þig að klára skráningu NÚNA.

Ef þið hafið algjörlega gleymt hvar og hvernig á að skrá sig þá er tengill HÉR.

PS: Eitt „smá“ atriði við viljum minnast á sem kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart. Það eru  miðamálin, enn og aftur eru aðilar teknir miðalausir í brautum. Ekki vitum við hvernig fólk telur að rekstur á aðstöðu eins og við höfum í Bolaöldu er fjármögnuð. Tala nú ekki um alla vinnu og tækjakaup sem við þurfum að leggja peninga í. Þó að við séum svo heppin að hafa OFUR-VÍK-VERJA innan okkar raða, sem gefa sína vinnu og frítíma, þá gengur dæmið ekki upp án peninga. Hafið miðamálin á hreinu, þið sem gerið það ekki ættuð að skammast ykkar.  

Stjórn VÍK

Bolaalda 1.6

 

Frábær keppni í Íslandsmótinu í motocrossi í Mosó í dag

Sigurvegari dagsins í MxOpen og Mx2 varð Sölvi Borgar Sveinsson eftir hörku baráttu við Bjarka Sigurðsson og Guðbjart Magnússon. Unglingaflokk sigraði Sebastían Georg Arnfjörð, Kvennaflokk sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir, 85 flokk sigraði Elmar Darri Vilhelmsson, Ragnar Ingi Stefánsson sigraði 40+ og Haukur Snær Jakobsson sigraði B-flokkinn.

Brautin var í toppstandi og aðstaðan öll til fyrirmyndar hjá Motomos eins og við var að búast. Öll úrslit eru komin inn á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1160560

Staða í Íslandsmóti verður sett inn á morgun sunnudag.

Frábær Klausturskeppni afstaðin

Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn
Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn

Guðbjartur Magnússon og Gunnlaugur Karlsson sigruðu heildarkeppnina á Klaustri í gær með flottum akstri en þeir fóru heila 16 hringi á 6 klukkustundum og 5 mínútum.

Það viðraði ekki sérlega vel á okkur í gærmorgun aldrei þessu vant, rigning og þéttur vindur mættu keppendum þegar þær mættu á staðinn. Það stytti þó upp áður en keppni hófst en bætti í staðinn í vind en það truflaði ekki gleðina á þessum magnaða stað.

Lesa áfram Frábær Klausturskeppni afstaðin

Klaustur 2015 Minnispunktar

KLAUSTUR 2015. MINNISPUNKTAR

  1. ATH að einungis verður skaffað eitt límmiðasett á eitt hjól fyrir hvern keppanda. Hægt er að panta aukasett hjá Merkistofunni gegn sanngjörnu gjaldi.
  2. Skoðun – pappírsfrágangur og keppendafundur verður miðvikudaginn 27. maí nk. hjá BL á Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík frá kl: 18:15 – 20:00. Koma þarf með kvittun fyrir félagsgjöldum ( eða félagsskírteini ) og pappíra fyrir tryggingarstaðfestingu. Hjól VERÐA að vera í lagi, bremsur – öll handföng og grip heil, engir hlutir á hjóli sem gætu skaðað aðra keppendur ( brotin plöst eða handahlífar )
  3. Skoðun verður einnig á Klaustri föstudaginn 29. maí 2015 kl. 19-21 og laugardag 910:30. Eftir það verða engin hjól skoðuð = engin keppni fyrir þá sem koma ekki fyrir 10:30!
  4. Hvetjum alla sem tök hafa á að koma á Sævarhöfðann n.k miðvikudag og klára sín mál til að flýta fyrir á laugardeginum.
  5. Ath. að í pittinum á Klaustri er ekki heimilt að gista þe. tjalda eða vera með húsbíla. Sér tjaldstæði verður rétt hjá keppnisbrautinni .
  6. Til að koma með hjól í skoðun á Klaustri: Ekki er heimilt að gangsetja og keyra á hjólunum, nota skal handaflið sem er jú góð upphitun. Í keppninni og fyrir start skal aka um pittinn í 1. gír. Brot á því kostar 10 mín VÍTI í keppninni.