Hvar má keyra?

Sýnum öðru útivistarfólki tillitsemi.

Síðan umræða um utanvegaakstur mótorhjóla fór af stað hefur það sýnt sig að langflest mótorhjólafólk fordæmir slíkt sem og annan óábyrgan akstur. Samstaða í okkar hópi er augljóslega mikil og ljóst að við ætlum ekki að láta langan tíma líða þar til svona hegðun heyrir sögunni til. Með því að hjálpast að og fræða þá sem eru nýjir í sportinu getum við flýtt enn fyrir að við náum því markmiði. Ef við höfum nokkrar einfaldar reglur í huga þegar við förum út að hjóla getum við snúið blaðinu við hraðar en marga grunar.

-Sýnum ríðandi fólki tillitsemi:
Við hjólum aldrei á merktum reiðstígum – ALDREI
Ef við mætum ríðandi fólki á vegum, keyrum út í kant og drepum á hjólunum meðan fólkið ríður framhjá. Sjá nánar hér.

– Sýnum gangandi fólki tillitsemi:
Ef við mætum göngufólki, hægjum á hjólunum og „læðumst“ framhjá þeim á lágsnúningi, í stað þess að þeysa framhjá með grjótkasti og 100 DB úr púströrinu.

– Förum um landið með varkárni:
Ökum ekki utan vega. Fylgjum vegum og slóðum og keyrum ekki út fyrir slóðann, jafnvel þó bleyta eða grjót sé í hjólförunum. Ef það er gert breikkar slóðinn, og landið lætur fljótt á sjá. Hvílum slóða þar sem bleyta er til að valda ekki skemmdum á þeim – jafnvel þó um sé að ræða vegi sem eru opnir.Beitið umhverfisvænu aksturslagi.

– Fræðum þá sem eru nýjir í sportinu:
Það er ekki nóg að 95% hjólamanna taki sig á ef „boðskapurinn“ nær ekki til allra. Gefum okkur tíma til að ræða við annað hjólafólk og segja þeim hvað má og hvað má ekki.

– Sýnið ávalt tillistssemi þegar ekið er í námunda við byggð

– Við erum allir fulltrúar íþróttarinnar:
Hlutverk hvers og eins er að vinna íþróttinni brautargengi með ábyrgu aksturslagi

– Skjótum ekki grjóti!
Við þurfum alltaf að muna að afturdekkið á mótorhjóli getur skotið grjóti ótrúlegar vegalengdir og af verulegum krafti. Sláum því alltaf af þegar við mætum eða förum fram úr bílum eða öðrum vegfarendum á grýttum vegum og slóðum.

– Skráð ökutæki (hvít númer):
Einungis skráð ökutæki með hvít númer mega aka utan sérstaklega merktra akstursíþróttasvæða. Á slóðum eða fjallavegum á hálendinu er ekki nægilegt að vera með rauð númer.

Ef við mætum hjólamönnum sem ekki fara að þeim reglum sem við setjum okkur, takið smá pásu með þeim og útskýrið fyrir þeim afhverju við ætlum að bæta umgengni hjólamanna og ímynd okkar útávið. Ef við sýnum almenningi ábyrga hegðun og að við séum að taka á þessum vandamálum innanfrá, verður öll vinna okkar við að fá fleiri og betri svæði auðveldari.

Látum ekki það frelsi sem við hjólafólk búum við tapast í hugsunarleysi.

Bolalada