Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+. Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina
Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+.
Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina

Veðrið var umtalsvert betra í dag eftir að keppninni var frestað í gær. Þá sló vindinum upp í 37 m/s á Kjalarnesinu en í dag var nánast logn og sól í Mosóbrautinni. Þar var allt í toppstandi, brautin flott og aðstaðan orðin frábær.

Í MX Open var Eyþór alveg í sérflokki og rúllaði hreinlega upp deginum og þar með MX2 líka, Guðbjartur varð annar og Sölvi þriðji eftir harða baráttu. Í kvennaflokki varð Anita í fyrsta sæti, Brynja önnur og Gyða í þriðja sæti. Hlynur varð í fyrsta sæti í MX Unglingaflokki, Viðir Tristan í 85 flokki og Haukur Þorsteins í 40+ flokki.

Lesa áfram 3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Félagsgjöld og árskort Motomos 2013

Félagsgjald fyrir árið 2013 er 4.000 kr.  (lækkun síðan í fyrra)

Veittur er fjölskylduafsláttur til þeirra sem hafa sama lögheimili.
Gjaldið fyrir fjölskyldu er 6.000 kr.

Til að gerast félagsmaður MotoMos þarf að leggja inná reikning
0315-13-301354, kennitala MotoMos er 511202-3530.

Setjið í skýringu með greiðslu, kennitölu þess sem greitt er fyrir.
Ef menn/konur vilja greiða 8.000 kr fyrir alla fjölskylduna, vinsamlega sendið
póst á motomos@internet.is með nafni og kennitölu allra fjölskyldumeðlima.

Félagsskírteinið verður sent innan 2 vikna eftir að  þú hefur greitt.  Ef það berst ekki þá vinsamlegast sendið okkur póst á motomos@internet.is

Við viljum benda foreldrum á að hægt er að nota frístundaávísunina frá Mosfellsbæ upp í félagssgjöld og árskort hjá Motomos.

Árskort í Motmos 2013,  fyrir félagsmenn:

Fullorðnir 16.000 kr,  og  börn: 8.000 kr.

Utanfélagsmenn:

fullorðnir:  20.000 kr og  börn: 12.000

Greiðist inn á reikning: 0315-13-301354, kennitala  511202-3530.

Námskeið fyrir unglinga í MotoMos – Eyþór kennir

Betra er seint en aldrei en vegna anna að þá hefur ekki verið hægt að koma þessu í kring fyrr en núna.  En næstu fjórar helgar, nánar á laugardögum, býðst félagsmönnum á aldrinum 12-16 ára frí námskeið hjá engum öðrum en Eyþóri Reynissyni margföldum Íslandsmeistara sem vart þarf að kynna.  Námskeiðið er frá klukkan 13:00 og varir í þrjár klukkustundir í senn og á því að vera lokið um kl.16:00.  Til þess að vera gjaldgengur á námskeiðið þarf unglingurinn að vera skráður í félagið MotoMos og er þetta eingöngu fyrir þennan aldurshóp, bæði stráka og stelpur.  Við erum að renna nokkuð blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hver þátttakan verður en vonandi verður reynslan góð og þá verður hægt að útfæra þetta betur ásamt að gera eitthvað fyrir yngri iðkendur frá aldrinum 6-12 ára.  Þar sem við erum að gera þetta nokkuð seint á árinu og allra veðra von, að þá munum við færa þjálfunina í Þorlákshöfn eða fresta um helgi eftir þörfum.  Alla vega við munum reyna að keyra á þetta næstu fjórar helgar og vonandi verða aðstæður til að klára þetta með stæl.  Námskeiðsdagar er því eftirfarandi.

  • Laugardaginn 27 október:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 3 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 10 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 17 nóvember:  frá kl.13 – 16

Eins og tekið var fram að þá fer kennslan fram í MotoMos og eina gjaldið sem krafist er, er að viðkomandi sé með brautarmiða í brautina og árskortin gilda.  Að öðru leyti er námskeiðið frítt fyrir iðkendur sem eru á aldrinum 12-16 ára.  En algjört skilyrði að viðkomandi sé skráður og virkur félagi í MotoMos, þ.e. hefur greitt árgjaldið.  Jafnframt ítrekum við það að þar sem allra veðra er von á þessum árstíma að þá áskiljum við okkur rétt til að færa námskeiðið til og hugsanlega verður farið til Þorlákshafnar ef aðstæður leyfa eða við færum til daga, þ.e. flytjum um eina helgi eða tvær.  Við reynum bara að spila þetta eftir eyranu og vonum að þetta gangi upp.

Þeir sem vilja skrá sig og mæta á þessi námskeið, svo við sjáum fjöldann, er bent á að senda tölvupóst á netfangið:  motomos@internet.is.  ítreka enn og aftur að þetta námskeið er eingöngu ætlað fullgildum aðilum að MotoMos og fyrir aldurinn 12-16 ára.  Sjáumst svo bara hress næsta laugardag í MotoMos og muna eftir brautarmiða, þ.e. fyrir þá sem ekki eru með árskort.

Skemmdavargar á ferð í MotoMos – skemmdu meðal annars ýtuna

Einhverjir vanheilir einstaklingar og hefur þurft að fá útrás fyrir sínar stórfurðulegu og einkennilegu hvatir í vikunni upp í MotoMos.  Töluverðar skemmdir urðu á litlu ýtu félagsins þegar viðkomandi hefur reynt að koma henni í gang og tengja beint framhjá sem gekk ekki alveg sem skildi með að þeim víruflækjum sem því fylgdi og endaði viðkomandi því að á þröngva skrúfujárni í svissinn og brjóta það þar.  Kunnum við í MotoMos honum eða þeim bestu þakkir fyrir og er hún ónothæf sem stendur af þessum sökum.  Einnig hafa aðilar þurft að fá útrás með að skemma flesta þá staura sem búið var að setja upp í sumar í kringum brautina og satt að segja skilur maður ekki hvað svona mönnum gengur til.  Þessir klúbbar sem reka þessar brautir mega einmitt svo mikið við því að þessir hálfvitar reyni að láta ljós sitt skína og greinlegt að þegar þessir einstaklingar reyna að stíga í vitið, að þá misstíga þeir sig hressilega.  Biðjum við þá sem orðið hafa varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu síðustu daga að láta okkur vita með að senda póst með nánari lýsingu á motomos@internet.is.  Ráðlegging okkar til þessara einstaklinga er að þeir leiti sér hjálpar hjá viðeigandi stofnunum og óskum við þeim fullan bata.

Suzuki test day

Sunnudaginn næsta, 23.September ætlar Suzuki liðið að vera með Suzuki test dag! Við liðsmenn Suzuki liðsmenn ætlum að bjóða öllum þeim sem vilja, til að koma og eyða með okkur góðum degi í MotoMos þar sem við verðum með til reynslu aksturs Suzuki 125 2t, 250 2t, 250F og 450F. Herlegheitin hefjast klukkan 13:00 og stendur til 15:00. Vonumst til þess að sjá sem flesta 🙂

Balli mætir einsog alltaf og sléttir og lagar brautina, svo hún verður í topp standi á sunnudaginn.

Kv, Team Suzuki!

Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept


Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á sunnudaginn í Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open:MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK,Unglingaflokkur, +40 )
  • C flokkur: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár, hugsaður fyrir byrjendur

Lesa áfram Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept