Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013

MXoN 2013 lokið

Eyþór á flugi

Lánið lék ekki við íslenska liðið á Motocross of Nations sem haldið var um helgina í Teutchental í Þýskalandi.

Keppnin var haldin 67. sinn en 40 lið mættu til leiks sem er fleiri en nokkru sinni fyrr. Tveir ökumenn hjá Íslandi lentu í óhöppum í undanrásum sem varð til þess að liðið varð ekki meðal þeirra 32 liða sem komust áfram í sunnudagsdagskránna, en þetta var í fyrsta sinn sem það gerist í þau 7 skipti sem Ísland hefur tekið þátt.

Kári Jónsson var fyrstur Íslendinganna að keppa. Hann var að keyra vel en á síðasta hring lenti hann í óhappi þegar hann skall saman við annan ökumann í stökki. Í lendingunni duttu báðir og þegar Kári stóð upp kom þriðji ökumaðurinn og keyrði Kára niður aftur. Kári náði þó að klára en hafði þá fallið úr 30. sæti niður í það 34.

Lesa áfram MXoN 2013 lokið

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman

Landslið Íslands 2013

Ingvi Björn hefur keppt erlendis í allt sumar

Stjórn MSÍ hefur samþykkt samhljóða tillögur Gunnlaugs Karlssonar landsliðsstjóra um val á landsliði til þáttöku á Motocross of Nation sem fer fram helgina 28. og 29. September í Teutschenthal í Þýskalandi.

Team ICELAND 2013

MX-1 / Kári Jónsson. Kári leiðir Íslandsmótið í MX opnum flokki og er sjálfkrafa valinn í liðið samkvæmt reglum MSÍ. Kári er 25 ára, hann er margfaldur Íslandsmeistari í Enduro og hefur tvisvar keppt fyrir Íslands hönd í International Six Days Enduro í Finnlandi og í Þýskalndi, hann keppti einnig með landsliðinu í Motocross of Nation í Frakklandi 2011

MX-2 / Ingvi Björn Birgisson. Ingvi Björn er 17 ára og hefur verið við keppni og æfingar frá áramótum erlendis og hefur keppt í ýmsum mótum í Bandaríkjunum, Belgíu, Svíþjóð og Noregi. Hann hefur verið við æfingar með úvalshópi Norska keppnissambandsins frá því í mars undir handleiðslu Keneth Gunderson landsliðsþjálfara Noregs. Ingvi Björn keppti í 3. umferð Íslandsmótsins á Akranesi þar sem hann fór með sigur af hólmi í MX2 flokki. Ingvi Björn var í landsliðinu 2012 og keppti í MX-2 flokknum á Motocross of Nation í Belgíu.

MX-Open / Eyþór Reynisson. Eyþór er 21 ára en hann hefur keppt á 450 hjóli í sumar með góðum árangri og er einn hraðasti ökumaður landsins. Eyþór er margfaldur Íslandsmeistari í Moto-Cross og hefur tvívegis keppt með landsliðinu á Motocross of Nation í Bandaríkjunum árið 2010 og í Frakklandi árið 2011.

Liðstjóri / Gunnlaugur Karlsson. Gunnlaugur hefur verið landliðsstjóri síðan árið 2011. Hann hefur mikla keppnisreynslu og keppti sjálfur með landsliðinu í Motocross of Nation árið 2009 á Ítalíu.

Six days – MXoN – Eurotrip 2012

af jonni.is

Um helgina fór fram lokahóf MSÍ og í tilefni þess var ég beðinn um að klippa saman eitthvað efni frá Six Days ferðinni hjá okkur strákunum. Ég byrjaði að kíkja á efnið og mér féllust hendur þegar ég sá að þetta voru rúmur 5 og hálfur tími sem ég ætlaði einhvernveginn að ná að gera skil á nokkrum mínútum ! En að lokum tókst mér að koma þessu saman í þetta stutta myndband sem ég náði reyndar ekki að klára fyrr en lokahófið var byrjað og fékk það sent með usb lykli rétt fyrir sýningu ! Það reyndar klúðraðist svo sýningin á lokahófinu þar sem það hikstaði agalega, sennilega tölvan ekki að höndla full gæði af video eða eitthvað, frekar mikill bömmer eftir alla vinnuna ! En hérna er þetta komið á netið og fyrir alla til að skoða, vona að þið njótið þess og það skíni í gegn hvað þetta var geggjuð ferð í alla staði 😉 ! Gjörið svo vel…

 

Ísland með sinn besta árangur

Íslensku strákarnir hafa lokið keppni á MXoN í ár. Þeir kepptu í B-úrslitum í morgun og náðu besta árangri sem Ísland hefur náð í þessari keppni í þau 6 skipti sem við höfum tekið þátt. Viktor endaði í 17.sæti, Ingvi Björn í 23. sæti og Sölvi Borgar í 28.
Viktor náði frábæru starti og var með fremstu mönnum útúr fyrstu beygju. Hann hélt sér í top 10 lengi framan af en dróst svo aftur úr. Ungu strákarnir voru líka að standa sig vel og eins og áður sagði er þetta besti árangur Íslands í mótinu hingað til.

Sjá viðtöl og myndir á Facebook síðu liðsins hér

Þýskaland sigraði í keppninni, heimamenn (Belgía) í öðru sæti og Bandaríkjamenn í þriðja. Max Nagl, Ken Roczen og Marcus Schiffer voru í þýska liðinu og gerðu fæst mistök sem færði þeim sigurinn.