Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT 19-39 ÚRSLIT 40-49 ÚRSLIT TVIMENNINGUR ÚRSLITÞað hafa oft verið fleiri keppendur á Akureyri en þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda svæðið algjörlega frábært til að halda endurokeppni.Veðrið tók á sig ýmsar myndir til að byrja með en fljótlega eftir start lét sólin sjá sig og var dagurinn því með besta móti þegar upp var staðið. Sumarið hefur reyndar látið bíða eftir sér þannig að talsverð bleyta og drulla var efst í brautinni. Prufuhringur tók td. 45 mínútur þar sem menn voru að prófa hina og þessa staði til að festa sig. Í fyrri umferðinni gekk á ýmsu og voru menn að lenda í smá basli með sandbrekkurnar ásamt því að drullan tók sinn toll.

Lesa áfram Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

Frábær keppni í Íslandsmótinu í motocrossi í Mosó í dag

Sigurvegari dagsins í MxOpen og Mx2 varð Sölvi Borgar Sveinsson eftir hörku baráttu við Bjarka Sigurðsson og Guðbjart Magnússon. Unglingaflokk sigraði Sebastían Georg Arnfjörð, Kvennaflokk sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir, 85 flokk sigraði Elmar Darri Vilhelmsson, Ragnar Ingi Stefánsson sigraði 40+ og Haukur Snær Jakobsson sigraði B-flokkinn.

Brautin var í toppstandi og aðstaðan öll til fyrirmyndar hjá Motomos eins og við var að búast. Öll úrslit eru komin inn á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1160560

Staða í Íslandsmóti verður sett inn á morgun sunnudag.

3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+. Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina
Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+.
Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina

Veðrið var umtalsvert betra í dag eftir að keppninni var frestað í gær. Þá sló vindinum upp í 37 m/s á Kjalarnesinu en í dag var nánast logn og sól í Mosóbrautinni. Þar var allt í toppstandi, brautin flott og aðstaðan orðin frábær.

Í MX Open var Eyþór alveg í sérflokki og rúllaði hreinlega upp deginum og þar með MX2 líka, Guðbjartur varð annar og Sölvi þriðji eftir harða baráttu. Í kvennaflokki varð Anita í fyrsta sæti, Brynja önnur og Gyða í þriðja sæti. Hlynur varð í fyrsta sæti í MX Unglingaflokki, Viðir Tristan í 85 flokki og Haukur Þorsteins í 40+ flokki.

Lesa áfram 3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Ofsarok í Mosó, keppni frestað til morguns

Veðrið í Mosfellsbæ er alls ekki að spila með okkur. Hér er norðan ofsarok 20-25 m/s og meira í hviðum og alls ekkert hjólaveður, því miður. Það er því búið að ákveða að fresta keppni til morguns 17. ágúst, sama stað og sama dagskrá.

GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

GFH endurokeppnin á Hellu stóð fyllilega undir væntingum en þetta var í fyrsta sinn síðan 2007 sem keppt var í þessu einstaka keppnissvæði.

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki
Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sandur, vatn, meiri sandur og sandsteinsklettar og svo aðeins meiri sandur var jarðvegur dagsins – þvílík snilld. Veðrið kom skemmtilega á óvart, en eftir að úrhellisrigning hafði barið á bílum keppenda langleiðina frá Reykjavík (þeir sem þaðan komu amk) var nær þurrt á Hellu fyrir utan eina og eina skúr sem voru pantaðar til að rykbinda brautina. Brautin var lögð á tiltölulega afmörkuðu svæði í stóra gilinu og niður að ánni og aftur að pittinum.

Guggi og félagar lögðu uþb. 6-7 km langan frábæran endurohring sem bauð upp á allar útgáfur af brölti og tæknilegri skemmtun, hraða kafla og brekkuæfingar sem hristu hressilega upp í röð keppenda yfir daginn. Þar sem búast mátti við vandræðum var búið að leggja góðar hjáleiðir og var gaman að sjá að nær allir keppendur nýttu sér hjáleiðirnar á einhverjum tímapunkti sem segir sitt um erfiðleikastig þrautanna. Lesa áfram GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

MX á Akureyri klikkar ekki!

Brautin á Akureyri er með þeim skemmtilegri á landinu og í dag var engin undantekning á því. Bjarki og félagar í KKA voru búnir að gera stórvirki á svæðinu og brautin leit hrikalega vel út í morgun. 66 keppendur voru skráðir til keppni og áttu langflestir mjög skemmtilegan dag. Eitt óhapp varð í dag og vonandi að þeir sem urðu fyrir hnjaski verði snöggir að koma til baka.

Ekki var mikið um óvænt úrslit og eiginlega varð þetta dagur fullra húsa. Eyþór Reynisson sigraði í báðum motoum í MX Open og það með yfirburðum, Sölvi Borgar og Aron Ómars áttu flotta spretti en #11 átti nóg inni og gerði það sem þurfti til að vinna. Hlynur Örn sigraði MX Unglingaflokk með fullu húsi rétt og eins og feðginin Anita Hauksdóttir í Kvennaflokk og Haukur Þorsteinsson í 40+ og Elmar Darri Vilhelmsson í 85 flokki eftir glæsilegan akstur.

Keppnin er komin í heild sinni á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1040338

Championship upplýsingar birtast þó ekki þar vegna bilunar sem ekki hefur enn verið lagfærð hjá Mylaps, því miður.

Staðan í Íslandsmótinu 2014 sést því hér á eftir: Lesa áfram MX á Akureyri klikkar ekki!