Vefmyndavél

Enduronámskeið Peter Weiss Hansen – 20. og 21. ágúst 2016

Reykjavik August

Peter Weiss ætlar að koma og vera með námskeið í enduro í ágúst.

Smellið HÉR til þess að sjá meira um Peter og námskeiðið hans.

Smellið HÉR fyrir Facebook-viðburðinn sem mun þá með tímanum koma með ítarlegri upplýsingar.

Nú er um að gera og nýta tækifærið til þess að auka á enduroþekkinguna og kunnáttuna. Svona tækifæri bjóðast ekki oft á þessa fallega landi okkar.

Krakkakeppni á morgun – Mæting kl 17:45 fyrir ALLA

Á morgun fer fram fyrsta krakkakeppni sumarsins og verður hún haldin í Bolaöldu. Fyrirkomulagið verður eins og verið hefur, keyrð verður upphitun og tvö moto í öllum flokkum (50, 65 og 85cc).

Pétur verður á grillinu og fá allir þátttakendur medalíu að keppni lokinni. Mæting er fyrir ALLA kl 17:45!

Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂

Gulli og Helgi Már

Klaustur 2016 – „What a ride….“

Klaustur 2016

Þá er hið mikla Klaustur Off Road Challenge liðið þetta árið. Keppendur töldu 248 og í startinu voru 123 keppendur. Það raðast misjafnlega í tveggja og þriggja manna lið og svo var góð þátttaka í járn-flokkunum þetta árið.

Við í stjórninni lögðum af stað með það að leiðarljósi að ná aftur „gömlu“ stemningunni sem margir hafa haft á orði við okkur að vanti. Í leiðinni lærðum við ýmislegt um stjórnmál, sagnfræði, löggæslu og svo það hvar þessi keppni stendur nú orðið. Við ákváðum að snúa aftur að gamla tímanum á verðlaunaafhendingunni. Fjölmargir nýttu sér það til þess að skella sér í sund og fá sér gott að borða fyrir hana. Það varð þá reyndar til þess að einhver afföll urðu í verðlaunasætunum þó að vel væri mætt á afhendinguna af gestum og gangandi. Allt það sem við höfum lært á þessari leið þetta árið verður núna sett í vinnu sem snýr að því að gera þessa góðu og glæsilegu keppni enn betri fyrir alla þá sem að henni koma með einhverjum hætti. Upplýsingagjöf verður einnig meiri sem ætti að auðvelda öllum ferlið.

Aðstæður þennan dag geta í alvörunni ekki orðið mikið betri. Við fengum vökvun síðustu dagana fyrir keppni og á keppnisdag hreyfði varla vind eða dropaði. Ég fékk alla veganna ekki önnur viðbrögð en þau að þetta væri algjört æði.

Við höfðum brautina opna á sunnudeginum og það voru þó nokkrir sem nýttu tækifærið og hjóluðu meira þann daginn. Þar á meðal hópur járnkarla sem höfðu hjólað 6 klukkutíma í einstaklingsflokk deginum áður. Ef það er ekki ástríða fyrir sportinu, þá veit ég ekki hvað það er.

Við erum að ná að brúa bilið enn meira í aldri viðstaddra og aðkomu fjölskyldunnar í heild að keppninni. Yngsta kynslóðin gat fengið útrás í hoppikastala sem mætti á svæðið, næsta aldursbil komst í barnakeppnina og þar fyrir ofan gátu aðrir notið sín í stóru keppninni. Við færðum tjaldsvæðið aftur inn í pittinn og veit ég ekki betur en að það hafi bara tekist vel til og að fólk hafi verið mjög ánægt með það.

Einhverjar sögusagnir hafa gengið um það að þetta hafi verið síðasta keppnin á Klaustri. Ástæður hafa verið allt frá nýjum náttúruverndarlögum til nammilandsins í Hagkaup. Á borðinu hjá mér er ekki neitt annað en áframhaldandi vinna að þessari keppni. Þetta eru bara einhverjar flökkusögur. Keppnin verður 2017. Þið sem eruð á Facebook, skuluð skella ykkur á Klausturssíðuna á Facebook og henda í „Like“ á hana ef þið eruð ekki nú þegar búin að því. Einnig bendi ég ykkur á vefsíðu keppninnar sem er á Klausturoffroad.is. Seinni síðan verður tekin til vinnslu og mun verða ítarlegri fyrir næstu keppni. Á Facebook koma svo allar þær tilkynningar sem gætuð þurft að sjá um tímasetningar og slíkt. Á Facebook síðunni má nú finna myndband af fyrsta hringnum árið 2016 eftir Einar Sverrisson. Fyrir þá sem ekki vita, þá er það snillingurinn sem tók á móti þáttökuyfirlýsingunum ykkar í skoðun og hélt utan um keppendur og þeirra mál.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessari keppni. Þið eruð of mörg til þess að telja upp hérna og ég hefði ekki trúað því hvað það þarf mörg handtök til þess að svona viðburður geti orðið að veruleika. Takk takk!

Því miður varð eitthvað um meiðsl á keppendum þetta árið. Tveir þurftu frekari aðhlynningu og fóru til Reykjavíkur ýmist með bíl eða þyrlu. Sá sem fór með bíl fékk skrúfur og plötur í fót og er á batavegi núna. Ég hef ekki fengið neinar fréttir af þeim sem fékk far með þyrlunni. Þetta getur því miður verið hluti af þessu áhugamáli okkar en keppnin hefur yfirleitt blessunarlega verið meiðslalítil. Við óskum þeim sem urðu fyrir fyrir meiðslum alls hins besta og góðs bata.

Hér má sjá excel-skjal með úrslitunum. Þau eru tekin úr kerfinu og ættu því að vera skotheld. Ef einhver heldur því fram að þarna sé eitthvað rangt, þá er viðkomandi að ásaka kerfið um að gera tæknileg mistök. Það eina sem gæti ekki verið vegna tæknilegra mistaka væri að einhver væri þarna í röngum flokk. Það er þá tilkomið vegna liða- eða flokkabreytinga á síðustu stundu. Það getur verið erfitt að tryggja að allt slíkt sé 100% svona í blálokin. Þess vegna er mikilvægt að skráning sé rétt og haldi sér fram að keppni. Ef slík mistök er að finna í þessum úrslitum, skrifast það á keppendur að hafa tilkynnt liðabreytingar seint.

Klaustur-2016-Final

Fyrir hönd stjórnar Vélhjólaíþróttaklúbbsins

Sigurjón Snær Jónsson

Klaustur 2016. Þetta er að bresta á. Nokkur atriði…

Þetta árið ætlum við aftur að leyfa gistingu í pit-inum. Við höfum heyrt að margir kunnu mun betur við það á sínum tíma. Okkur langar að skapa stemningu í líkingu við það sem maður sér í eyðimerkurkeppnum í Bandaríkjunum. Sjá má dæmi um slíkt í nýjustu Moto myndinni. En, það kallar vissulega á tillitssemi, skipulag og almenna gleði. Við vitum að það verður verkefni og we have been warned. En, ef allir leggjast á eitt og það gengur vel, þá reynum við það aftur. Ég geri ráð fyrir að þeir aðilar sem ætla að gista mæti á föstudeginum. Ég, Össi og Pétur verðum mættir þarna tímanlega ásamt fleirum og ætlum að ráðast í að raða þessu upp. Við gerum ráð fyrir „búðatjöldum“ næst girðingunni eins og verið hefur undanfarin ár. Svo erum við með tjald þar sem við verðum með skoðunaraðstöðuna.

Skoðun fer fram á föstudagskvöldinu á milli 17:00 og 20:00. Þú mátt alveg tala við okkur eftir það ef þú ert mætt/ur og klár í skoðun. Frekar þá en á laugardagsmorgninum.

Allra síðasti séns á skoðun er á laugardagsmorgninum á milli 9:30 og 10:30. Eftir það er ekki lengur skoðað.

Enginn akstur á hjólum er leyfður í pittinum fyrr en kemur að keppni. Eftir það er 1. GÍR um svæðið. Einungis merktir starfsmenn hafa leyfi til að keyra um.

Munið eftir að þetta er 6 tíma keppni. Það er nægur tími til að gera góða hluti. Þetta vinnst ekki á fyrsta hring.

Gangið vel um svæðið og salernin. Ekki ætlast til að aðrir týni upp ruslið eftir ykkur.

Glæsileg verðlaun sem Smári Kristjánsson og Pálmar Pétursson eru búnir að græja fyrir okkur verða fyrir fyrstu sætin.

Eftir keppni verða grillaðir hamborgarar í boði Snæland. Sundlaugin verður opin fram á kvöld, þannig að það geta allir skolað af sér þar eftir keppni.

Sýnið og sannið að við erum frábært fólk að fá í heimsókn.

Svo er bara að hafa gaman saman, sýna náungakærleik og tillitssemi.

Hér eftir verður lítil svörun í vik@motocross.is þar sem við erum á leiðinni austur að klára málin þar. Hringið í e-n í stjórninni ef þið hafið spurningar eða athugasemdir.

Stjórnin.

Skoðun í kvöld – 25.5.16 – 18:00-21:00

ÖlgerðVið minnum á skoðunina fyrir Klaustur sem fer fram við Ölgerðina í kvöld. Þið komið aftan að húsinu ef þið eruð að horfa á það frá Vesturlandsveginum. Það er best að fara upp brekkuna á milli Össurar og Nóa Síríus og beygja svo inn fyrir ofan Össur. Á móts við þennan inngang er bílastæði þar sem er hægt að leggja bílum og taka hjólin af. Þau verða síðan skoðuð hérna við stóra Ölgerðarmerkið.

Þið byrjið á að mæta hingað með hjól og hjálm og látið skoða. Þá fáið þið „skoðunarmiða“. Ég mæli með því að ganga þá bara frá hjólinu aftur á bíl eða kerru áður en haldið er inn í pappírsmálin. Þá eru hjólin ekki að hrúgast upp þarna á skoðunarsvæðinu. Inni finnið þið svo næsta skref, en þar fáið þið afhentar þátttökutilkynningar fyrir liðið. Þær þurfið þið að fylla út og í framhaldi af því fáið þið keppnisnúmer og tímatökubóluna. Það er ekki hægt að ítreka það nógu mikið hversu mikilvægt það er að bólan týnist ekki og færist ekki óvart yfir á annað lið.

Við sjáum á staðnum hverjir eru greiddir félagsmenn í VÍK. Á staðnum verðum við með posa fyrir þá sem eiga eftir að ganga frá félagsgjöldum. Félagsmenn annara félaga mega gjarnan koma með staðfestingu á greiddum félagsgjöldum í annað félag.

Varahjól þurfa líka að koma í skoðun. Þess má einnig geta að ekki fást afhent keppnisnúmer fyrir varahjól. Eingöngu fyrir hjól allra liðsmanna. Þannig að keppendur þurfa að græja keppnisnúmer á varahjól. Lausir stafir sem fást í öllum hjólabúðum eru nóg.

KEPPENDALISTI KLAUSTUR 2016

Jæja, stóra stundin er runnin upp. Hér kemur listinn. ATHUGIÐ – Ef það vantar nafn á liðsmanni hjá ykkur þá þurfið þið að senda póst með nafni/nöfnum og kennitölu/kennitölum SEM FYRST á vik@motocross.is Ef þið sjáið e-n á listanum sem er í nafnalausu liði, þá bendið þið viðkomandi á að senda okkur póst.

Lesa meira af KEPPENDALISTI KLAUSTUR 2016

Síða 1 af 92912345...2040...Síðasta »