ENDURO – KLAUSTUR 2015. SKRÁNING

imageEftir langa og stranga fundi hefur stjórn VÍK loksins komist að niðurstöðu með upphaf skráningar í ENDURO – KLAUSTUR 2015 keppnina.

Skráning hefst 8. April kl 20.00. Og að venju verður skráning í gegnum MSÍ kerfið.

Fyrir þá sem eru ekki með dagsetninguna á hreinu þá er keppnin á dagskrá þann 30.05.2015. Sjá má keppnisdagskrá MSÍ HÉR 

Þetta verður að vera á hreinu áður en keppendur skrá sig.

1. Greiddur meðlimur í Motocross / Enduro félagi sem er  innan MSÍ.

2. Vera með aðgang að skráningarsíðu MSÍ: SJÁ HÉR  Um að gera að hafa þetta á hreinu tímalega.

ERTU EKKI BÚINN AÐ GANGA FRÁ FÉLAGSGJÖLDUNUM HJÁ VÍK ÞETTA ÁRIÐ?

ER EKKI MÁLIÐ AÐ SKELLA SÉR Í ÞAÐ NÚNA? SKRÁNINGARSÍÐA HÉR

Það er þannig að félag verður ekki rekið án félagsmanna, sem borga félagsgjöld, sem fara í að reka félagið fyrir félagsmenn.

ENN OG AFTUR LEYNAST “SNILLINGAR” INNAN OKKAR RAÐA.

 

 

SkíðagöngubrautOg því miður eru þessir “SNILLINGAR” að koma óorði á okkar skemmtilega sport.

Nú voru “snillingar” að hjóla eftir skíðabrautinni í Heiðmörk og með því að eyðileggja þá slóða sem lögð hefur verið vinna í að búa til. En snillingarnir komu þó á merktum sendibíl á svæðið, svona til að tryggja að það væri vitað hverjir væru á ferðinni.

Að venju var leitað til VÍK um hvort að þessir aðilar væru innan okkar raða, en þar sem við erum ekki lögregla, þá höfðum við ekki aðstöðu til að rekja hverjir gætu hafa verið á þessum merkta bíl.

Það er með ólíkindum að það þurfi að skrifa svona pistil hér. Til þess að okkar sport fái virðingu þá VERÐUM við að sýna öðrum virðingu. Það er ekki þannig að við getur spólað upp, hvar sem er, án þess að við það verði gerð athugasemd. Í þessu tilfelli óskuðum við eftir því að Skógræktarfélagið leitaði til lögreglu til að ná á þessa snillinga.

Hér er lýsing á atvikinu:
Síðastliðinn sunnudag var ég ásamt fleirum  að leggja af stað á gönguskíðum eftir troðinni braut í Heiðmörk þegar við mættum tveimur crosshjólum.
Þeir sem óku hjólunum virtu okkur ekki viðlits þrátt fyrir að við reyndum að stoppa þá. Þessir tveir hjólamenn höfðu algjörlega spænt upp og eyðilagt þjappaða brautina.

Stígakerfi Heiðmerkur er fyrst og fremst ætlað fyrir gangandi vegfarendur, til skíðgöngu og til hjólreiða.
Heiðmörk er friðland og á vatnsverndarsvæði og vegna mengunarhættu ekki hægt að byggja upp svæði fyrir mótorsport.

Í viðhengi er mynd af leiðinni sem birjar við bílastæði sem merkt er stjörnu.

Bestu kveðjur, Sævar Hreiðarsson, skógarvörður , Skógræktarfélagi RVK

MOTORS TV prufupakki FYRIR VÍK FÉLAGA

Skjarinn

Hvað er betra en að glápa á góða sportstöð í veðri eins og er að koma yfir okkur næstu daga. Þar sem VÍK-verjar eru að sjálfsögðu fólk sem vill hafa spennu, þegar horft er á imbann, þá er fátt betra en Motors TV til að eyða tímanum yfir.

Félagsmönnum VÍK býðst FRÍ prufu áskrift án skuldbindinga hjá Skjá Einum. Eina sem þarf að gera er að fara inn á tengilinn hér fyrir neðan og skrá sig þar.

https://www.skjarinn.is/kynning/motorstv

 

ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA FÉLAGSMAÐUR Í VÍK.

ERTU EKKI ÖRUGGLEGA FÉLAGSMAÐUR?

 

Spáir þú í fjöðrunina á hjólinu?

10thingssuspensionEf svo er ekki, þá væri gott hjá þér að byrja á því núna. Það er mun stærra atriði hvernig fjöðrun virkar á hjólinu heldur en hversu kraftmikið hjólið er. Ójafnvægi í uppsetningu á föðruninni getur gert það að verkum að hjólið höndlar ömurlega. Gömul olía á dempurum er líka stór orsakavaldur ef fjöðrun virkar illa.  Við rændum hér nokkrum punktum frá MXA vefnum um hvernig þeir ráðleggja uppsetningu.  Treystum því að engilsaxneskan vefjist ekki fyrir ykkur. Ef þið treystið ykkur ekki til að stilla hjólin þá eru nokkrir snillingar sem vinna við það. Bara spyrja næsta reynda hjólamann um hver er bestur.

 

(1) Setting sag is the one thing that every rider thinks he can do, but normally does wrong. Here are some tips: First, do not measure the sag with the rider standing up. Sit down. Second, bounce on the suspension before measuring. Third, sit where you actually ride, not some dream position that you think looks impressive. Fourth, measure in line with the arc of the rear wheel. Do not measure straight up and down. The rear wheel rotates forward. Measure in a line that approximates the wheel’s arc. Lesa meira af Spáir þú í fjöðrunina á hjólinu?

Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn ætlum við að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:00! Að keppni lokinni ætlum við svo að grilla og fá allir medalíur.

Sunnudaginn eftir það, þ.e. 22. febrúar, verður ekki æfing í Reiðhöllinni, en í staðinn ætlum við að hittast í Söngskóla Maríu Bjarkar, á efri hæð Fákafens 11 og horfa á Supercross the movie og fá okkur pizzu. Síðast þegar við héldum svona kvöld var mikil stemning og vel mætt. Vonumst við til þess að sjá jafn marga, og helst fleiri til að þjappa hópinn enn frekar.

Við erum ekkert búnir að heyra meira um það hvort við fáum Reiðhöllina aftur, en við verðum vonandi komnir með frekari upplýsingar á sunnudaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn og gerum okkur glaðan dag :)

Kveðja,

Helgi Már, Gulli, Pétur og Össi

Hvernig á að yfirfara og smyrja “linkinn”

Þar sem það hefur ekki verið séstaklega mikið hjólaveður undanfarið þá gerum við ráð fyrir því að allir séu að strjúka tuggunum sínum og yfirfara. Að yfirfara linkinn er eitthvað sem þarf að gera MJÖG reglulega. Fyrir hjól sem er notað reglulega má gera ráð fyrir að það þurfi að hreinsa og smyrja linkinn amk fjórum sinnum á ári. Að minnsta kosti er þörf á hreinusn og smurningu tvisvar á ári og þá skiptir notkun engu máli.yz250work024

Tengill á myndband  HÉR

Ef reglulegu viðhaldi er ekki sinnt á linnknum þá má gera ráð fyrir þessu hér:

Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.

Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.

 

 

 

Síða 1 af 91112345...2040...Síðasta »