Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Aðalfundur yfirstaðinn – nýr formaður tekur við!

Sigurjón Snær Jónsson nýr formaður VÍK á Akureyri 2012
Sigurjón Snær Jónsson nýr formaður VÍK á Akureyri 2012

Já, þið lásuð rétt eftir 11 ára setu sem formaður hefur undirritaður sagt skilið við formannsstarfið og nýr maður tekur nú við. Aðalfundur VÍK fór fram í kvöld og var þokkalega sóttur. Hefðbundin aðalfundarstörf voru framkvæmd og fylgir bæði skýrsla stjórnar fyrir árið 2015 og kynningarglærur kvöldsins sem innihalda reikninga ársins hér á eftir.

Á fundinum var kosið í nýja stjórn en þeir Ólafur Þór Gíslason og Birgir Már Georgsson sögðu sig úr stjórn að þessu sinni. Fyrir næsta ár skipa stjórn VÍK þeir Pétur Smárason, Örn Sævar Hilmarsson, Pálmar Pétursson og Guðbjartur Stefánsson en varamenn eru Arnar Þór Ragnarsson og Óli Haukur. Lesa áfram Aðalfundur yfirstaðinn – nýr formaður tekur við!

ÞAÐ ER EKKERT AÐ FRÉTTA! NEMA AF SNILLINGUNUM OKKAR :)

Okkar frábæru krakkar voru að hjóla eins og vindurinn í Bolaöldubrautum í gær. Þau kvarta aldrei, biðja um voða lítið, og eru ánægð með allt sem þau fá.  ( Spurning hvort að við fullorðna fólkið ættum að taka þau okkur til fyrirmyndar ). Loka æfingakeppni sumarsins var haldin fyrir hópinn í gær og að sögn var þar mikið fjör, mikið gaman og brennandi áhugi hjá þáttakendum.

Við hjá VÍK þökkum þjálfurum, foreldrum og ekki síst krökkunum fyrir samstarfið í sumar.

Ef einhver var að smella myndum þarna í gær, þá væri gaman ef hægt er að senda okkur myndir til að setja á FB síðuna okkar. Greinarhöfundur var upptekinn í gær og hafði ekki tök á að mæta. ( Meira að segja löglega afsökun )

Látum gamlar myndir fylgja með pistlinum.

Framtíðar keppnisfólkið okkar.
Framtíðar keppnisfólkið okkar.


SUNNUDAGSSPRETTUR

Motocross æfingamót á Sunnudag 30 Ágúst. kl. 14:00 í Bolöldu
Á sunnudaginn verður haldið æfingamót í motocross í Bolaöldu. Keppni hefst kl. 14:00. Engin skráning, ekkert skráningargjald – bara að mæta og borga brautargjaldið! Snæland Video splæsir í grillaða og gómsæta vinninga. Fyrirkomulag verður start + 2 hringir, 3 moto og síðan úrslitariðill. Keppendum skipt upp í hópa eftir fjölda og getu – og því kærkomið fyrir nýliða sem aldrei hafa keppt að mæta og prófa. Old Boys kappar sérstaklega velkomnir, því það verður keyrt í Upside-Up demparaflokki, fornhjólaflokki (MX hjól með blöndunga), og í veltiþyngdarflokki (þar sem ökumaður er þyngri en hjólið) – ef næg þáttaka fæst. Von er á erlendum keppendum í þetta mót og hefur amk einn frá Spáni boðað komu sína. Spurning hvort þetta endi sem MX des Nations keppni og keyrt í landsliðum…!!! Búið er að panta frábært veður fyrir sunnudaginn – þurrt, sól, og 12 stig! Hlökkum til að sjá sem flesta í frábærri braut í Bolaöldu;)

Bolaöldubraut LOKUÐ fram yfir Íslandsmót

Brautin er lokuð fram yfir keppni á Laugardag 22.08.15.

Okkur vantar aðstoð við að græja brautina í kvöld. Það hellsta sem þarf að gera er að labba brautina og hreinsa steina sem hafa komið upp við rippun á brautinni. Verkið ætti að taka ca 2 klst ef við fáum 6-8 manns í að aðstoða okkur. Mæting 18:00 – 20:00.

Okkur vantar enn aðstoð við flöggun á Laugardag. Í boði er að aðstoða okkar frábæra keppnisfólk í keppni, matur og fimm brautarmiðar. Þær flöggunarstöðvar sem við náum ekki að mannna verða að öðrum kosti settar á herðar keppenda.  Áhugasamir vinsamlegast sendið á E-mail oli.thor.gisla@gmail.com aða sms: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Bol 20.08.15

Bolaalda MX keppni 2015

Nú er komið að stóru stundinni hjá okkur. MX keppnin er á laugardag 22.08.15.

Við þurfum aðstoð við flöggun, í boði er matur og kaffi ásamt 5 miðum í brautirnar/ slóðana. ( Miðarnir gilda líka fyrir næsta ár )  Þeir sem vilja aðstoða okkur við þetta nauðsynlega hlutverk, vinsamlegast sendið skilaboð á okkur: oli.thor.gisla@gmail.com  eða sms í s: 6903500. Einnig má senda skilaboð á FB síðunni okkar.

Mikið rosalega værum við þakklát ef einhver sér fært að aðstoða okkur við að tryggja öryggi keppenda. Og til að aðstoða þessi hér fyrir neðan í að verða meistarar í drullumalli.

 

IMG_1935

IMG_1932IMG_1938

Talandi um Ofur VÍK-VERJA

Þar sem greinahöfundur hefur oft komið með frasann “ það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekkert fyrir neinn“ Þá má nú kanski benda á Ofur VÍK-Verja sem gerir allt fyrir alla sem gera ekki neitt fyrir neinn!!  Brjálaða Bína – Bína Bleika – Bína frænka – Búllu Bína eða hvernig sem þið þekkið hana, hún er Ofur VÍK- VERJI. Smá dæmi, hún var mætt til að hjóla í Bolaöldubraut í gærkvöldi en þar sem húsið var undirlagt í sóðaskap eftir einhverja, sem gera væntanlega ekki neitt fyrir neinn, þá eyddi hún kvöldinu í að þrífa húsið fyrir okkur hin. Þið megið sko klappa henni á bakið og þakka henni fyrir að vera OFUR VÍK-VERJI.

11140190_10153406046249860_1671089817853016610_n