Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Sverrir Jónsson skrifar athyglisverða grein í dag um nýju tollalögin á motosport.is.

Stefnir í hart við tollstjóraembættið – túlka nýtt frumvarp um vörugjöld og keppnistæki mjög þröngt

Fyrir skömmu fögnuðum við hjólamenn því mikið að loksins yrði tekið tillit til þess að motocrosshjól eru keppnistæki og niðurfelling fengist því á vörugjaldi.  En ekki var Adam lengi í paradís og nú hefur komið í ljós að tollstjóraembættið gerir allt sem í þeirra valdi stendur til þessa hanga á sinni stífni og sýnir þessu lítinn skilning.  Túlka þeir löggjöfina eins þrönga og þeir mögulega geta og líta þeir á að motocrosshjól séu ekki sérsmíðað keppnistæki þó svo að það sé skýrt tekið fram af framleiðanda að um sérhæft keppnistæki sé um að ræða sem eingöngu má aka á þar til gerðum, lokuðum, samþykktum keppnisbrautum.  Lesa áfram Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Nýtt útlit

Við kynnum til sögunnar nýtt útlit á vefnum. Að þessu sinni er það Meistarinn sjálfur, Aron Ómarsson, sem prýðir forsíðuna. Hann átti fullkomið tímabil í motocrossinu í fyrra og heiðrum við hann því með þessari mynd. Myndin var tekin af Kleó á Ólafsfirði í fyrra.

Á enduro.is er mynd frá startinu á Klaustri í fyrra og var það Haraldur Ólafsson sem tók þá mynd.

Á næstu dögum verður haldið áfram að snyrta síðuna til og laga einhverja kvilla sem koma líklega upp.

Munið félagsgjöldin

Nú er rétti tíminn til að borga félagsgjöldin í VíK svo það gleymist ekki! Hvort sem þú þarft að endurnýja eða ert nýr félagi þá er hægt að borga hér á vefnum með kreditkorti og hægt að prenta út félagaskírteini strax á eftir. Hér eru stuttar leiðbeiningar

  1. Skráðu þig inn á motocross.is
  2. Farðu í félagakerfið
  3. Veldu Borga félagsgjöld ef þú ert í félagi / Nýskráning í félag ef þú ert nýr
  4. Fylgdu leiðbeiningum

Hægt er að greiða í fleiri félög en VÍK

Vinnukvöld í skúrnum

A er staðurinn

„Vinnukvöld í skúrnum“ fer fram í húsnæði N1 að Funahöfða klukkan 20:00 miðvikudaginn 23 febrúar.
Farið verður yfir hvernig dekkjaskipti fara fram á fjór- og tvíhjólum ásamt því hvernig best er að bera sig að við viðgerð á brotnum vélarhlutum með sérstakri málmsteypu.
Einnig verður efnt til dekkjaskipta keppni þar sem verðlaun verða fyrir þann sem er fljótastur að taka afturdekk af og setja annað á gjörð. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri keppni er bent á að mæta með sín eigin gjörð og dekk ásamt verkfærum sem nota skal til verksins. Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ásgeir Örn (897-7800).
Einnig verður sýnt hvernig aflmæling á tvíhjóli fer fram á sérstökum „Dyno“ bekk sem N1 hefur upp á að bjóða.
Slóðavinir standa fyrir kvöldinu en leiðbeinendur kvöldsins verða þeir Valur Vífilsson, Ragnar Ingi Stefánsson og Bjarni Finnbogason

Lokaumferðin í EnduroCrossi 5. febrúar

Smellið á og prentið út plakat!

Skráning er hafin á vef MSÍ fyrir þriðju og síðustu keppnina í Íslandsmótinu í EnduroCrossi. Keppnin verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og fer fram 5.febrúar klukkan 14.

Mikil spenna er fyrir keppnina þar sem fyrsti Íslandsmeistarinn í greininni verður krýndur. Kári Jónsson er með 7 stiga forystu á Daða Erlingsson en eins og menn vita geta hlutirnir snúist fljótt við í EnduroCrossinu, jafnvel á síðasta hring.

Hér er facebook síðan fyrir keppnina.

Lögin samþykkt

logo_sm.gifHið háttvirta Alþingi Íslendinga hefur samþykkt breytingar á lögum um vörugjöld af bifreiðum og bifhjólum (sjá frétt hér). Lögin höfðu talsverða þýðingu fyrir þá sem stunda íþróttir á mótorhjólum því vörugjöld af sérsmíðuðu keppnishjóli(ekki til notkunar á götum) hefur hér með verið fellt niður.

Búast má við að motocrosshjól muni fljótlega lækka í verði um sirka 20% og verður að teljast líklegt að motocrossið og enduroið muni eflast talsvert í kjölfarið. Þetta mun eflaust gefa fleirum kost á að stunda íþróttina, ungum sem öldnum. Einnig inní lögunum er ákvæði um að rafmagnshjól séu undanþegin vörugjaldi þannig að þau ættu einnig að lækka í verði og verða að raunverulegum kosti í sumum tilvikum

Lesa áfram Lögin samþykkt