Greinasafn fyrir flokkinn: 35+

Fréttir fyrir 35 ára og eldri

GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

GFH endurokeppnin á Hellu stóð fyllilega undir væntingum en þetta var í fyrsta sinn síðan 2007 sem keppt var í þessu einstaka keppnissvæði.

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki
Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sandur, vatn, meiri sandur og sandsteinsklettar og svo aðeins meiri sandur var jarðvegur dagsins – þvílík snilld. Veðrið kom skemmtilega á óvart, en eftir að úrhellisrigning hafði barið á bílum keppenda langleiðina frá Reykjavík (þeir sem þaðan komu amk) var nær þurrt á Hellu fyrir utan eina og eina skúr sem voru pantaðar til að rykbinda brautina. Brautin var lögð á tiltölulega afmörkuðu svæði í stóra gilinu og niður að ánni og aftur að pittinum.

Guggi og félagar lögðu uþb. 6-7 km langan frábæran endurohring sem bauð upp á allar útgáfur af brölti og tæknilegri skemmtun, hraða kafla og brekkuæfingar sem hristu hressilega upp í röð keppenda yfir daginn. Þar sem búast mátti við vandræðum var búið að leggja góðar hjáleiðir og var gaman að sjá að nær allir keppendur nýttu sér hjáleiðirnar á einhverjum tímapunkti sem segir sitt um erfiðleikastig þrautanna. Lesa áfram GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

Dagsskrá fyrir MXON styrktarkeppni í Álfsnesi á morgun!!!

Opið verður fyrir skráningu á keppnisstað.  Mæting fyrir óskráða er kl 10:30 og keppnisgjald er 5.000.- þarf að greiðast með pening.

Dagskrá 2.09.2012

10:30 Skráningu lýkur
11:00 Mæting  / Skoðun
11:30 – 11:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C Heiðursmenn)
12:00 – 12:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
12:20 – 12:50 Hlé

13:00 – 13:15           1. moto MX 85 & Kvenna
13:20 – 13:35            1. Moto  C Heiðursmenn flokkur
13:40 – 13:55            1. Moto MX B flokkur
14:00 – 14:15            1. Moto MX Open

14:20 – 14:35            2. Moto MX 85 & Kvenn
14:40 – 14:55            2. Moto C Heiðursmenn flokkur
15:00 – 15:15            2. Moto MX B flokkur
15:20 – 15:35            2. Moto MX Open
16:00     Verðlaunarafhending.

Keppnisstjóri                Guðbergur Guðbergsson
Brautarstjóri                 Halldór Jóhannsson
Ræsir                                   Jón helgi Pálsson
Tímatökumeistari    Keli Formaður

Skráningu lokið í fyrstu umferðina

Alls eru 76 keppendur skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram í Bolaöldu á laugardaginn.
Fjöldi keppenda eftir flokkum er eftirfarandi:

85 flokkur: 7
B-flokkur: 15
B-flokkur 40 og eldri:8
MX-Unglingaflokkur: 14
MX-2: 9
MX-Open: 9
MX-Kvenna: 14

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012

Frakkar á Vatnajökli

Hjörtur Líklegur gróf upp flotta heimildarmynd og birti á Fésinu sínu í gær. Myndin er frá leiðangri nokkurra Frakka sem segjast vera fyrstir til að fara á mótorhjólum á Bárðarbungu á Vatnajökli. Myndin er frá þeim tímum þegar orð eins og utanvegaakstur og hjálmur voru ekki í almennum orðaforða, líklega á fyrri hluta áttunda áratugarins.


Vetrarskemmtikeppni á laugardaginn!

Ótrúlegt en satt þetta eru aðstæður í Bolaöldubraut 18.11.11

Já gott fólk, hér er nánast sumarblíða alla daga og allar brautir í toppstandi. Við ætlum því að prófa að blása til skemmtikeppni á laugardaginn í Bolaöldu. Fyrirvarinn er auðvitað enginn en hvað með það – notum tækifærið þegar veðrið er svona bjánalega gott!

Keppt verður bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi og yngstu krakkarnir fá líka sérkeppni fyrir sig.

Krakkakross kl. 11
Allir ökumenn framtíðarinnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Skyldumæting fyrir alla sem hafa verið á æfingunum hjá Helga, Aroni og Gulla og alla aðra sem eru á 50, 65 og að byrja á 85cc hjólum. Keyrt verður í 85 brautinni og foreldrar hjálpa til við að gæta fyllsta öryggis.

Síðan verður keppt í bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi.Við byrjum á motokrossinu og verðum með tvo flokka:
A (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc) keyra 2×15 mínútur
B (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega) keyra 2×10 mínútur. Í enduroinu ætlum við svo að raða saman A og B ökumönnunum í tveggja manna lið og keyra léttan endurohring í klukkutíma. Hægt er að keppa í bæði motokrossi og enduro eða öðru hvoru.

4000 kr. keppnisgjald fyrir stóru hjólin bæði fyrir motokross og enduro og 1000 kr. fyrir krakkana. Skráning er opin HÉR!!! Drífa sig að skrá sig svo við vitum hvort einhverjir mæti 🙂 ATH. tímatökusendar verða notaðir í motocrossið, þeir sem þurf að leigja sendi geta gert það í Nítró fyrir kl. 18 á föstudag. Sértilboð er á leiguverðinu fyrir þessa keppni aðeins kr. 2.000,-

Lausleg dagskrá:
Mæting kl. 1o
Krakkakrosskeppni kl 11 – flott verðlaun fyrir alla!
Motokross kl. 12
Enduro ca kl. 13.30 – hjálp óskast á laugardagsmorguninn að setja upp endurokrossþrautir á æfingasvæðinu!

Tjáið ykkur í kommentum og búum til smá stemningu! Þeir sem vilja hjálpa til eru meira en velkomnir 🙂