Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Bikarmóti MotoMos í íscrossi aflýst vegna dræmrar þátttöku

Vegna ónógrar þátttöku og dræmra undirtekta að þá hefur MotoMos ákveðið að hætta við áður auglýst bikarmót í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar.  Rétt um tíu keppendur hafa skráð sig til leiks og er ekki stætt á því fyrir klúbbinn að halda keppni gangandi með þeim fjölda.  MotoMos þakkar þeim sem skráðu sig fyrir sýndan áhuga og mun endurgreiða að fullu keppnisgjaldið til þeirra sem skráðu sig.  Senda þarf upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu á motomos@internet.istil þess að hægt verið að ganga frá endurgreiðslu til keppenda.  MotoMos vonar að hjólamenn taki svo betur við sér þegar næsta fyrirhugaða mót verður auglýst og óskar hjólamönnum góðrar hvíldar í vetur og vonar að með hækkandi sól verði menn tilkippilegri.

Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Lesa áfram Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Landsmót UMFÍ 50+ 2012

 

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ í júní næsta sumar og langaði okkur hjá Motomos og UMSK að athuga hvort áhugi væri á motocrosskeppni 50+.  Þeir sem væru tilbúnir að keppa í slíkri keppni vinsamlegast sendið póst á motomos@internet.is eða hringið í síma 696-9105.

Kveðja Guðni

Aðalfundur Motomos

Miðvikudaginn 14. desember n.k. verður aðalfundur mótorhjólafélags Mosfellsbæjar, Motomos haldinn í félagsheimili Motomos á Tungumelum.  Fundurinn hefst kl. 20:30. Hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórnin.

 

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

MotoMos, lokað vegna bleytu


MotoMos opnar ekki í dag laugardag.

Það er allt á floti 🙁

Stjórn MotoMos.