Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Brautarsjóður

Þórður Valdimarsson (Tóti Mælir) hefur sett á stofn brautarsjóð til að byggja upp braut í Mosfellsbæjargryfjunum.  Rætt hefur verið við landeiganda og hefur hann sýnt vilja til að aðstoða við að byggja upp braut í gryfjunum.  Öll framlög í sjóðinn eru vel þegin, stór sem smá, en eins og allir vita þá gerir margt smátt eitt stórt.  Hægt er að leggja inn á reikning: 0547-14-602432 kt.: 480592-2639.

Foreldrar mætið

Ákveðið var á fundi hjá MotoMos í gærkveldi að halda vikulegar æfingar fyrir krakkana í gryfjunum við Mosfellsbæ.  Æfingarnar verða á miðvikudagskvöldum eftir kvöldmat.  Foreldrar eru hvattir til að mæta með afkvæmi sín, skóflu og hrífu þar sem verkefni foreldra verður að gera þessar gryfjur nothæfar fyrir krakkana.  Keyrt er framhjá Þingvallarafleggjara, yfir eina brú og síðan beygt til hægri.

Púka æfingar

MotoMos stefnir að púka „Race“ æfingum á miðvikudagskvöldum í sumar. Foreldrar hafi samband við Steina Tótu í VH&S 587-1135 eða Tóta Mæli 892-4969.  Það verður fundur um málið Kl. 20:00 á þriðudag í Bita Höllinni út á horni hjá VH&S-Kawasaki.  Stefnan er að Púkarnir fái fast kvöld í vikunni, nú þegar skóla líkur.  Í braut sem verður gerð af foreldrum í Mosó gryfjunum. Hugmyndin er að þeir sem eiga púka með hjóli geti komið á miðvikudagskvöldum og deilt hetjusögum og kennslu til Púkanna meðan þeir kynnast og læra hver af öðrum.  Mjög “ óopinbert „Race“ verður hluti af kvöldinu.  Það þýðir ekkert að koma ef maður á ekki skóflu og hrífu.  Við verðum að leggja smá vinnu í þetta en það er klárt að ef þessir Púkar eiga að læra á eðlilegum hraða og vinna okkur á næstu árum verður það þess virði.  Þegar þetta verður komið í gang má vel ímynda sér fullt af Púkum í einni braut að hamast við að verða gamlir, og fillt af stórum Púkum í annarri braut að hamast við að verða ungir.  Konurnar sjái svo um að allt gangi eðlilega fyrir sig og setji plástur á bágtin eftir þörfum.

Moto Mos

Moto Mos er nýtt félag hjólamanna í Mosfellsbæ.  Eru allir hvattir til að skrá sig í félagið (engin félagsgjöld) til að pressa á bæjarstjórnina að úthluta þeim svæði undir crossbraut.  Hafið samband við biker@simnet.is eða hringið í Steina Tótu (Vélhjól og sleða), og látið hann skrá ykkur.

MotoMos til umfjöllunar í Bæjarráði Mosfellsbæjar

Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi MotoMos eftirfarandi þann 20/4-01.
Á 513. fundi bæjaráðs sem haldinn var þann 18/4-01 var framangreint erindi tekið til afgreiðslu og eftirfarandi bókun samþykkt.  „Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til skoðunar og umsagnar íþrótta og tómstundanefndar.“
Steini Tótu segir að „þetta þýðir svo sem ekki neitt merkilegt en skrefið er þó að baki.  Kosturinn er að við eigum hauk í horni í nefndinni og vonumst eftir jákvæðri umfjöllun í henni.  Fram að því höldum við í horfinu í gryfjunum og allt verður sem fyrr. Við höfum engann skýlausan rétt til að vera þarna en við erum í sátt við alla eins og er.  Eftir nokkra svona stjórnmálaleiki má fara að reikna með svari. Þ.e. þegar allir sem að málinu koma verða búnir að firra sig ábyrgð. Tekur meiri tíma en við höfum svo sem nóg af honum. Og það kemur alltaf meira af honum.“