Bikarmóti MotoMos í íscrossi aflýst vegna dræmrar þátttöku

Vegna ónógrar þátttöku og dræmra undirtekta að þá hefur MotoMos ákveðið að hætta við áður auglýst bikarmót í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar.  Rétt um tíu keppendur hafa skráð sig til leiks og er ekki stætt á því fyrir klúbbinn að halda keppni gangandi með þeim fjölda.  MotoMos þakkar þeim sem skráðu sig fyrir sýndan áhuga og mun endurgreiða að fullu keppnisgjaldið til þeirra sem skráðu sig.  Senda þarf upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu á motomos@internet.istil þess að hægt verið að ganga frá endurgreiðslu til keppenda.  MotoMos vonar að hjólamenn taki svo betur við sér þegar næsta fyrirhugaða mót verður auglýst og óskar hjólamönnum góðrar hvíldar í vetur og vonar að með hækkandi sól verði menn tilkippilegri.

Skildu eftir svar