Crossfitæfingar í fullum gangi – meira eftir áramótin

Það er frekar rólegt yfir sportinu okkar þessa dagana en það sama verður ekki sagt um þann hóp sem sækir Crossfitæfingar VÍK sem fara fram í Crossfit Reykjavík. Æfingar hafa verið á mánudögum og miðvikudögum í haust og halda áfram eftir áramótin og verða þá líklega þrisvar í viku. Haukur #10, Valdi #270, Sverrir, Bína, Oliver, Svala, Halla, Hinrik, Sölvi og allir hinir snillingarnar sem skipa hópinn hafa staðið sig eins og hetjur og kvarta aldrei … eða næstum því aldrei.

En það eru fleiri að nýta sér Crossfit æfingar í motocrossinu. Lance Coury hjá Hart & Huntington freestyle liðinu segir frá sinni reynslu hér:  http://journal.crossfit.com/2012/10/gilbert-lance.tpl 

Líf og fjör …

Kv. Keli og Árni

Skildu eftir svar