Greinasafn fyrir flokkinn: Freestyle

FMX

Önnur freestyle sýning

Freestyle motocross á Íslandi
Sænska ofurhetjan Fredrik Hedman ætlar að halda stórkostlega sýningu á mótorhjóla-áhættuatriðum í fyrsta sinn á Íslandi. Hedman er þekktur um alla Evrópu og er talinn sá allra besti í Skandinavíu.
Atburðurinn fer fram í Reiðhöllinni Víðidal miðvikudaginn 14.nóvember klukkan 20
Atriðin sem hann sýnir eru á heimsmælikvarða og er hann aðeins hársbreidd frá rjáfum Reiðhallarinnar þegar hann sleppir höndum og fótum í atriðum eins og Cliffhanger.
Þetta fær hjartað til að taka aukaslag.
Ekki missa af þessu
Miðaverð aðeins 1000 kr. en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Miðasala hefst klukkan 19.
Látið þetta berast!! Lesa áfram Önnur freestyle sýning

Klikkuðustu Stunt atriði á Íslandi!!!

Á VÍK árshátíðinni átti að sprengja loftið á Reiðhöllinni í Víðidal og koma öllum árshátíðar-gestum það vel á óvart að þeir mundu aldrei muna annað eins.  Síðasta alvöru STUNT atriði var fyrir ónefndum árum og algjörlega ó-planað en það voru tilþrif ónefnds hjólamanns, ekki ódrukkinn, í jakkafötum á 11 þúsund snúningum upp Suðurlandsbraut.  Sú ferð endaði framan á leigubíl og hvorki hjól né jakkaföt voru nothæf á eftir.  Vefstjóri saknar ónefnds og biður hann um að vakna af dvala sínum og byrja að hjóla aftur.
En aftur að VÍK STUNT atriðinu sem verður á heimsmælikvarða svo vægt sé til orða tekið.  Ekki stóð til að kynna þetta atriði fyrirfram og átti að koma öllum „hrikalega“ á óvart.  Eftir ýmsar vangaveltur komst sú niðurstaða á pappír að ekki væri það réttlætanlegt að láta álíka STUNT fréttast eftirá… fyrir þá sem ekki mæta.
Fredrik Hedman, einn besti hálofta mótorhjólamaður Evrópu og fyrrverandi atvinnumaður í motocross mun sýna listir sýnar í Reiðhöllinni í Víðidal á árshátíð VÍK. Þetta er einstakt tækifæri til þess að sjá Freestyle motocross á heimsmælikvarða. Þannig að það er eins gott að tryggja sér miða á árshátíðina núna, því engin alvöru mótorhjólamaður klikkar á þessu.  Myndir af Fredrik hafa verið birtar.