Vefmyndavél

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Æfingaferð til Lommel

Ég og Eysteinn vorum með Reyni og Eyþóri í Lommel, og þar er Eyþór oft búinn að sýna flotta takta.  Við Eysteinn fengum að spreyta okkur í b-móti, sem var ótrúlega skemmtilegt.   Hér er smá demo af ferðinni, smelli mótinu inn seinna, er að klippa það til.

Lesa meira af Æfingaferð til Lommel

Gamli sorrý Gráni

Kannski smá einkahúmor en þessi verður að fá að sjást fyrir almenning.
[FB 2205767557188]

Crossfit æfingar að byrja aftur

Jæja!!  Þá eru æfingar að bresta á loksins 🙂 Við byrjum á morgun mánudag 5. sept. Æfingadagar verða mánudagar kl. 20 og þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19.

Æfingar 2-3 x í viku fyrir þá sem mættu síðasta vetur
Verð 19.900 fyrir tímabilið sept-des – 2x í viku
Verð 29.900 fyrir tímabilið sept-des – 3x í viku

Grunnnámskeið á 6 vikum, 2x í viku október til desember.
Sameinað við fyrri hópinn ef pláss/fjöldi leyfir.
29.900 fyrir tímabilið

15 skipta kort á 12.500
Ókeypis prufutími
Annars 1.500 kall stakur tími

Rukkað verður í gegnum kortakerfið frá VÍK og verður það kynnt á motocross.is

Hvað varðar tímasetningar á æfingum þá getur verið að það breytist með haustinu í samstarfi við CFR en þetta er það sem þau gátu boðið okkur til að byrja með:)

Smellið á LESA MEIRA til að skrá ykkur og greiða:
Lesa meira af Crossfit æfingar að byrja aftur

Kári Íslandsmeistari í Endúró með fullt hús stiga

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Endúró 2011

Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.

Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:

  • ECC-1 : Kári Jónsson
  • ECC-2 : Eyþór Reynisson
  • Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
  • B flokkur: Guðbjartur Magnússon
  • B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
  • Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir

Nánari úrslit eru á MyLaps

Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa meira af Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Síða 2 af 812345...Síðasta »