Crossfit æfingar að byrja aftur

Jæja!!  Þá eru æfingar að bresta á loksins 🙂 Við byrjum á morgun mánudag 5. sept. Æfingadagar verða mánudagar kl. 20 og þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19.

Æfingar 2-3 x í viku fyrir þá sem mættu síðasta vetur
Verð 19.900 fyrir tímabilið sept-des – 2x í viku
Verð 29.900 fyrir tímabilið sept-des – 3x í viku

Grunnnámskeið á 6 vikum, 2x í viku október til desember.
Sameinað við fyrri hópinn ef pláss/fjöldi leyfir.
29.900 fyrir tímabilið

15 skipta kort á 12.500
Ókeypis prufutími
Annars 1.500 kall stakur tími

Rukkað verður í gegnum kortakerfið frá VÍK og verður það kynnt á motocross.is

Hvað varðar tímasetningar á æfingum þá getur verið að það breytist með haustinu í samstarfi við CFR en þetta er það sem þau gátu boðið okkur til að byrja með:)

Smellið á LESA MEIRA til að skrá ykkur og greiða:

Sjáumst hress kv. Árni Gunnar og Keli

CrossFit æfingar VÍK

2x í viku
19.900 ISK

CrossFit æfingar VÍK

3x í viku
29.900 ISK

CrossFit æfingar VÍK

Grunnnámskeið okt-des
29.900 ISK

CrossFit æfingar VÍK

15 skipta kort
12.500 ISK

6 hugrenningar um “Crossfit æfingar að byrja aftur”

  1. er bara mæting uppí sporthús kl 20.00 fyrir þá sem vilja vera með eða þarf maður að hafa samband við einhvern fyrst og skrá sig ?

  2. ok en er ekki sniðugt að setja inn símanúmer og hvar þetta er svona ef það á að fá fólk til að mæta í þetta, eða er þetta kannski einhvað lokað námskeið ?

  3. sammála vantar meiri upplýsingar get ég mætt núna eða þarf ég að bíða eftir grunnámskeiðinu,
    hef aldrey farið í crossfitt áður.

  4. hefðuð átt að mæta núna í fyrsta tímann til að fá helstu upplýsingarnar, en það verður líklegast settar meiri upplýsingar inn hér á motocross.is , getið einnig reynt að ná tali við Kela formó eða Árna löggu #100.

  5. Sælir, þeir sem hafa áhuga geta sent okkur tölvupóst á vik@motocross.is eða hringt í síma 669 7131 til að skrá sig eða fá meiri upplýsingar. Æfingarnar fara fram í húsnæði Crossfit Reykjavík í Skeifunni 8. Hugmyndin er að byrja á grunnnámskeiði 19. september fyrir alla sem voru ekki hjá okkur í fyrravetur. Þar kennum við hugmyndafræðina á bak við Crossfit og förum í gegnum grunnatriði í helstu æfingunum sem við notum. Þetta er gert til að koma öllum á sama stig, tryggja að allir geri æfingarnar rétt og örugglega. Að námskeiðinu loknu sameinum við hópana. Nánar síðar en það er um að gera að skrá sig því það er mikil aðsókn í Crossfit núna og við höfum bara pláss fyrir takmarkaðan fjöld. Kv. Keli og Árni

Skildu eftir svar