Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Dagur 1 í ISDE

Strákarnir okkar eru í 20 sæti af 24 liðum í Six days keppninni.

Nánari úrslit eru hér. – Bloggið frá Jonna er hér.

og hér kemur svo myndband frá fyrsta degi…


Íslendingur í Erzberg Rodeo 2012

Frá startinu í Erzberg

Um helgina verður árlega Erzberg enduro keppnin í Austurríki, sem er talin með þeim erfiðustu í heimi. Þetta árið verður Íslendingur (nánar til tekið Vestmannaeyingur) í keppninni í fyrsta sinn þ.e. Benóný Benónýsson sem keppir þar á GasGas 300ec fyrir Team Frændi/Háiskáli.

Keppnin byrjar í dag með RockedRide (brekkuklifur upp 3 brekkur) og svo er Prolog (tímataka) á morgun og á laugardaginn fyrir aðal keppnina sem er á sunnudaginn.

1500 manns eru skráðir í keppnina og af þeim fara 500 í aðalkeppnina á sunnudaginn,r eiknað er með yfir 45000 áhorfendum. Það verða flestir HardEnduro ökumenn heimsins í keppninni t.d.David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo, Paul Bolton, já og svo Binni náttúrulega.

Það er hægt að fylgjast með Binna á síðunni hans :http://erzberg.blogspot.com/ og svo verður keppnin sýnd beint á http://www.redbull.tv/Redbulltv kl. 10:00 á Íslenskum tíma á sunnudaginn.

Önnur umferðin í USA

Önnur umferðin í Ameríkunni fór fram um helgina í Texas. Hér eru helstu fréttir:

Sumarið komið í Ameríku

Það leit út fyrir frekar dauft sumar þegar flestar stærstu motocrossstjörnurnar meiddust í vetur. James Stewart kom svo mörgum á óvart með því að skrá sig til leiks eftir 4 ára hvíld frá motocrossinu. Fyrsta keppnin var í gær:


Fyrsti sigur KTM í Supercrossi


Dungey leit aldrei um öxl í Arizona, nema fyrir þessa myndatöku

KTM hefur verið þekkt merki í hjólasportinu í tugi ára en hingað til hefur þeim ekki tekist að sigra í virtustu Supercross seríu í heiminum, AMA Supercrossinu í Bandaríkjunum. Það breyttist í nótt þegar Ryan Dungey skaust fyrstur úr holunni og leiddi alla 20 hringina í Pheonix í Arizona. Þetta var önnur umferðin í ár en í fyrstu umferðinni hafnaði Dungey í þriðja sæti sem var fyrsta skiptið sem KTM komst á pall í þessum flokki. Óhætt er að segja að koma Roger DeCoster liðsstjóra og svo Dungeys auðvitað líka hafi verið stórt skref fyrir KTM sem nú virðist vera að borga sig.

En aftur að keppninni, þó svo að Dungey hafi leitt allan tímann er langt frá því að einhver lognmolla hafi verið í Arizona. Meistarinn og forystusauðurinn, Ryan Villopoto, datt á fyrsta hring og þegar hann var kominn á lappir aftur var hann um það bil síðastur. Liðsfélagi hans hjá Kawasaki, Jake Weimer, náði öðru sætinu og hélt því til loka. Hans besti árangur í SX flokki.

Lesa áfram Fyrsti sigur KTM í Supercrossi

Bryndís Einarsdóttir sjötta í sænska meistaramótinu

Bryndís um síðustu helgi

Bryndís Einarsdóttir endaði í 6.sæti í sænska meistaramótinu í motocrossi í sumar.  Hún endaði einnig í 6.sæti í keppninni í Uddevalla í dag þrátt fyrir að vera í fimmta sæti í báðum motounum.

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna fyrir allar keppnir sumarsins í kvennaflokki og þar má sjá vel að mikil spenna var í baráttunni um 6 efstu sætin. Bryndís og Linda Andersson voru jafnar í 5 sæti fyrir síðasta motoið en Linda náði 3. sæti í síðasta motoinu og þar með 5.sætinu yfir árið.

Lesa áfram Bryndís Einarsdóttir sjötta í sænska meistaramótinu