Vefmyndavél

Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Sverrir Jónsson skrifar athyglisverða grein í dag um nýju tollalögin á motosport.is.

Stefnir í hart við tollstjóraembættið – túlka nýtt frumvarp um vörugjöld og keppnistæki mjög þröngt

Fyrir skömmu fögnuðum við hjólamenn því mikið að loksins yrði tekið tillit til þess að motocrosshjól eru keppnistæki og niðurfelling fengist því á vörugjaldi.  En ekki var Adam lengi í paradís og nú hefur komið í ljós að tollstjóraembættið gerir allt sem í þeirra valdi stendur til þessa hanga á sinni stífni og sýnir þessu lítinn skilning.  Túlka þeir löggjöfina eins þrönga og þeir mögulega geta og líta þeir á að motocrosshjól séu ekki sérsmíðað keppnistæki þó svo að það sé skýrt tekið fram af framleiðanda að um sérhæft keppnistæki sé um að ræða sem eingöngu má aka á þar til gerðum, lokuðum, samþykktum keppnisbrautum.  Ástæðan að þeirra sögn er að þetta eru fjöldaframleidd tæki en ekki handsmíðuðu eða sérsmíðuð keppnistæki, svona eins og „prototýpur“.  Flestir rallýbílar eru fjöldaframleiddir fólksbílar sem eru breyttir til að uppfylla staðla og relgur, en motocrosshjól eru hönnuð og framleidd í grunni til að uppfylla þessi skilyrði sem keppnistæki.  Þannig að það stefnir í stríð við tollstjóraembæið, því ráðuneytið ypptir bara öxlum og ætlar sér greinilega ekki að hafa frekari afskipti af málinu.  Málaferli virðast því vera óhjákvæmileg á þessu stigi málsins, þó svo að við hefðum viljað gera þetta í samvinnu við alla aðila og hefur MSÍ og innflytjendur hjóla lagt sig í líma við að vera þeim innan handar.  Sorgleg niðurstaða og ljóst að skrifræðið hér heima er hreinlega að tröllríða öllu í okkar stjórnkerfi.  Greinilegt að kerfið er ekki lengur hugsað með þarfir fólksins í huga heldur sé kerfið orðið kerfi í kerfinu sem enginn ræður við og margir smákóngar þykast öllu ráða án tillit til almennra skynsemi né rökhugsunar.

Þannig að þeir aðilar sem hafa setið á sér með að bíða eftir að þessum úrskurði löggjafans yrði fylgt eftir úr hlaði af hálfu framkvæmdavaldsins geta bitið í það súra því það er ekkert að fara að gerast á næstunni nema komandi málaferli sem gætu tekið heilt ár eða lengur.  Á meðan skapar embættið sér skaðabótaskyldu ef svo færi að hjólafólk ynni þessi málaferli og virðist lausnarorð íslenskrar stjórnsýslu öll vera á einn veg, „dómsstólaleiðin“.  Fastlega á ég von á því að þetta eigi eftir að draga úr mönnum við endurnýjun hjóla, en menn sáu færi á að geta loksins eftir að hafa setið á sér síðan 2008 skipt út þeim hjólum sem komin voru á tíma.  Skora ég á MSÍ og innflytjendur hjóla að láta hart mæta hörðu víst afstaða tollstjórans er eins þröng eins og raun ber vitni og sameinast um næstu skref.  Þetta dæmi er enn eitt dæmið hversu langt íslensk stjórsnýsla er komin úr sambandi við fólkið í landinu og virðist framkvæmdavaldið eiga sér sjálfstætt líf án laga og reglna ef það hentar þeim.  Enda hafa íslenskir ráðamenn þjóðarinnar sýnt það í verki með því að blása á dóma hæstaréttar, að hér ræðir ríkjum sú stjórnsýsla, „BARA EF ÞAÐ HENTAR MÉR“.

 

2 comments to Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

  • Raggi 751

    eru þessir í tollstjóraembættinu fokking þroskaheftir?

  • zico

    Túlka þeir löggjöfina eins þrönga og þeir mögulega geta og líta þeir á að motocrosshjól séu ekki sérsmíðað keppnistæki ?

    Já eru ekki sérmíðuð keppnistæki, hvað eru þau þá ?
    Þetta hljómar eins vitlaust og það getur verið.

Leave a Reply