Vinnukvöld í skúrnum

A er staðurinn

„Vinnukvöld í skúrnum“ fer fram í húsnæði N1 að Funahöfða klukkan 20:00 miðvikudaginn 23 febrúar.
Farið verður yfir hvernig dekkjaskipti fara fram á fjór- og tvíhjólum ásamt því hvernig best er að bera sig að við viðgerð á brotnum vélarhlutum með sérstakri málmsteypu.
Einnig verður efnt til dekkjaskipta keppni þar sem verðlaun verða fyrir þann sem er fljótastur að taka afturdekk af og setja annað á gjörð. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri keppni er bent á að mæta með sín eigin gjörð og dekk ásamt verkfærum sem nota skal til verksins. Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ásgeir Örn (897-7800).
Einnig verður sýnt hvernig aflmæling á tvíhjóli fer fram á sérstökum „Dyno“ bekk sem N1 hefur upp á að bjóða.
Slóðavinir standa fyrir kvöldinu en leiðbeinendur kvöldsins verða þeir Valur Vífilsson, Ragnar Ingi Stefánsson og Bjarni Finnbogason

Skildu eftir svar