Vefmyndavél

Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi

logo_sm.gifÍ tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár hefur Alþingi unnið í breytingum á vörugjöldum meðal annars á mótorhjólum. Í dag lagði meirihluti efnahags- og skattanefndar fram breytingartillögu á frumvarpinu sem gæti ollið straumhvörfum í motocross íþróttinni á Íslandi. Lagt er til að vörugjöld verði felld niður á motocrosshjólum eða eins og þetta hljóðar í frumvarpinu

Ökutæki undanþegin vörugjaldi:….Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna…

Keppnisbifreiðarnar hafa verið þarna inni í nokkur ár en íþróttamenn á mótorhjólum fá loksins þá sanngjörnu meðferð sem aðrir íþróttamenn hafa hlotið í lengri og skemmri tíma. Nú verðum við bara að vona að Alþingi samþykki þetta frumvarp með þessa breytingu inni.

msi_stort.jpgFyrir hinn venjulega motocrossmann mætti áætla að hjólin myndu lækka um 20%, en ekki eru hin venjulegu endúróhjól á hvítum númerum talin með. Önnur klausa er áhugaverð í frumvarpinu en hún er um að öll rafmagnshjól verða vörugjaldslaus og má teljast nokkuð öruggt að sú klausa komist í gegn.

Lesa meira af Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi

Nýtt tímarit um jaðaríþróttir

Fyrsta forsíða Click

Tímaritið Click hefur hafið göngu sína. Blaðið fjallar um jaðaríþróttir og meðal annars grein um Eyþór „okkar“ Reynisson í fyrsta tölublaðinu sem var dreift í dag. Blaðinu er dreift frítt þannig að flestir ættu að hafa fengið gripinn innum lúguna í dag. Tékkið á lúgunni!!

Annars eru þeir á Feisbúkk og svo hér er .pdf útgáfa líka

Akstur á Bolaöldusvæðinu

Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu.  Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur! 
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja.  Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið.  Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?

Íslandsmót í Endurocross á Sauðárkróki – 20.nóv

Endurocross

Samkvæmt morgan.is verður Íslandsmeistaramót í Endurocross haldið á Sauðárkróki laugardaginn 20.nóvember. Mótið verður nánar tiltekið í Reiðhöllinni á Svaðastöðum. Ekki hefur áður verið haldið Íslandsmót í endurocrossi og vonandi er þetta einungis fyrsta keppnin í mótaröð í vetur.

Húsið opnar kl.11.00 en áhorfendasvæði kl.14.30 og keppni hefst kl.15.00
Skráning fer fram á síðu MSÍ

Sundlaugin verður opin til kl.19.30 á laugardeginum

Mælifell skemmtistaður býður uppá hlaðborð og ball fyrir 2.500,-
Skráning í matinn fer fram á helgaey@simnet.is

Trial des Nations

Það var Spánn sem sigraði á Trial des Nations sem fór fram í Póllandi um helgina.  Lið Spánverja var skipað Albert Cabestany (Sherco), Toni Bou (Repsol Montesa), Adam Raga (Gas Gas) og Jeroni Fajardo (Beta) og má sanni segja að þeir hafi rúllað keppninni upp með einungis 14 refsistig, 38 stigum færri en Stóra Bretland sem varð í öðru sæti. Ítalía varð í þriðja sæti með 123 stig. Þetta er sjöunda árið í röð sem Spánn rúllar upp titlinum – þeir eru næstum því komnir með einokun á þessu 🙂  Með því að smella hér er hægt að sjá úrslitin brotin niður á þrautir.

Hérna er skemmtilegt myndband til að fá fólk í smá mánudags trial fíling…

Barna-rafmagns-trial hjól komin til landsins

Svona lítur gripurinn út

Tekið af hardenduro.tk

Það er nokkuð ljóst að landinn er að rétta úr kútnum og allt hjal um kreppu er að fjara út eða það var allavega það fyrsta sem kom uppí huga minn þegar ég kom við á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur áðan og menn voru í óða önn að skrúfa saman heilu stæðurnar af rafmagns barna trialhjólum já þið heyrðuð rétt Bifreiðaverkstæði Reykjavikur er orðið miðstöð trialsportsins á Íslandi og nokkuð ljóst að þar ræður ungmenna andinn ríkjum þessa dagana og þar er verið fyrst og fremst að huga að grasrótinni því nú er verið að raða saman tveimur stærðum af barna hjólum sem bæði feður og börn biðu í ofvæni eftir að sjá þegar kassarnir opnuðust. Lesa meira af Barna-rafmagns-trial hjól komin til landsins

Síða 3 af 1012345...Síðasta »