Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi

logo_sm.gifÍ tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár hefur Alþingi unnið í breytingum á vörugjöldum meðal annars á mótorhjólum. Í dag lagði meirihluti efnahags- og skattanefndar fram breytingartillögu á frumvarpinu sem gæti ollið straumhvörfum í motocross íþróttinni á Íslandi. Lagt er til að vörugjöld verði felld niður á motocrosshjólum eða eins og þetta hljóðar í frumvarpinu

Ökutæki undanþegin vörugjaldi:….Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna…

Keppnisbifreiðarnar hafa verið þarna inni í nokkur ár en íþróttamenn á mótorhjólum fá loksins þá sanngjörnu meðferð sem aðrir íþróttamenn hafa hlotið í lengri og skemmri tíma. Nú verðum við bara að vona að Alþingi samþykki þetta frumvarp með þessa breytingu inni.

msi_stort.jpgFyrir hinn venjulega motocrossmann mætti áætla að hjólin myndu lækka um 20%, en ekki eru hin venjulegu endúróhjól á hvítum númerum talin með. Önnur klausa er áhugaverð í frumvarpinu en hún er um að öll rafmagnshjól verða vörugjaldslaus og má teljast nokkuð öruggt að sú klausa komist í gegn.

MSÍ hefur unnið í þessum málum undanfarinn áratug a.m.k. en hafa verið síðustu vikur á fundum með ráðamönnum til að leggja áherslu á þetta mál aftur.

Ein hugrenning um “Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi”

Skildu eftir svar