Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Styrktarkvöldið heppnaðist vel

Styrktarkvöldið fyrir MXoN liðið okkar í gærkvöldi heppnaðist vel. Í kringum  70 og  80 manns voru á Hvíta Riddaranum þegar fjöldinn var mestur. Í heildina söfnuðust 31.100 kr 🙂 en auk þess seldust nokkrir bolir.

Við þökkum Hvíta Riddaranum fyrir frábært framtak!

P.s. Þeir sem eiga enn eftir að bola sig upp, geta náð sér í eintak hjá Moto og Arctic Trucks.


Styrktarkvöld fyrir MXoN landsliðið

Styrktarkvöld verður á barnum Hvíta Riddaranum í Mosó á morgun, fimmtudag. Landsliðið í motocrossi sem fer á Motocross of Nations eftir 3 vikur fær nokkrar krónur í farareyri af hverjum bjór sem seldur er. Nánar tiltekið er það  200 kall af hverjum bjór sem er keyptur, og svo 400 kr af hverju hamborgaratilboði:-)

Dagskráin byrjar kl 19:00 og stendur til kl 22:00, það verður sýnd keppni frá brautinni í Frakklandi sem strákanir okkar eru að fara keppa í.

Hvíti riddarinn er í Mosfellsbæ, hjá Krónunni og Mosfellsbakarí.

Hér er facebook síða fyrir atburðinn

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa áfram Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Sýningarakastur barna á Ljósanótt !

Óskum eftir krökkum 12 ára og yngri til að taka þátt í sýningarakstri barna á motocross- og fjórhjólum  á Ljósanótt laugardaginn 3 sept. n.k. kl 15.00 – 16.00  Er þetta fimmta árið sem við tökum þátt og hefur tekist vel. Hvetjum ykkur endilega til að vera með og kynna sportið. Skráning og upplýsingar eru hjá Erlu í s: 6953162 og á erlavalli@hotmail.com  og Elínu s: 8471465 og á rm250cc@simnet.is

Bolaöldubraut

Brautin er í frábæru standi þessa dagana. Rakastigið eins gott og hægt er að hafa það og Garðar er búinn að vera sveittur í því að gera hana enn betri.

Opnunartími Fimtudaga: 14 – 21.

Góða skemmtun. Brautarstjórn.