Styrktarkvöld fyrir MXoN landsliðið

Styrktarkvöld verður á barnum Hvíta Riddaranum í Mosó á morgun, fimmtudag. Landsliðið í motocrossi sem fer á Motocross of Nations eftir 3 vikur fær nokkrar krónur í farareyri af hverjum bjór sem seldur er. Nánar tiltekið er það  200 kall af hverjum bjór sem er keyptur, og svo 400 kr af hverju hamborgaratilboði:-)

Dagskráin byrjar kl 19:00 og stendur til kl 22:00, það verður sýnd keppni frá brautinni í Frakklandi sem strákanir okkar eru að fara keppa í.

Hvíti riddarinn er í Mosfellsbæ, hjá Krónunni og Mosfellsbakarí.

Hér er facebook síða fyrir atburðinn

Skildu eftir svar