Vefmyndavél

Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Skráning hefst hér með í styrktarkeppni fyrir íslenska landsliðið sem mun keppa á Motocross of Nations í Frakklandi  17 og 18 September.

Keppnin verður haldin í hinni frábæru braut á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12mín. Keppnisgjald er 5.000 á mann óháð stærð eða aldri.

Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í “Tvímenningsmoto”. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.

N1 / Nítró ætlar að styrkja keppnina með því að lána keppendum sem ekki eiga senda en þó þarf að gefa upp kortanúmer fyrir sendinum sem tryggingu ef hann skyldi týnast eða ekki skilað.

4 comments to Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Leave a Reply