Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

Fréttatilkynning frá MSÍ

msi_stort.jpgStjórn MSÍ frétti af því fyrir tæpum tveimur mánuðum að til stæði að breyta lögum um innflutningsgjöld af ökutækjum. Eftir góðan undirbúning stjórnar MSÍ héldu Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ og Jóhann Halldórsson stjórnarmaður MSÍ á fundi með fulltrúa fjármálaráðuneytis og einnig með efnahags og skattanefnd Alþingis.
Á þessum fundum var óskað eftir því að vörugjöld af keppnisbifhjólum yrðu felld niður til samræmis á við keppnisbifreiðar. Einnig voru lögð fram skrifleg rök og greinargerð hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndunum og farið yfir það mikla ungliðastarf sem er í gangi innan aðildarfélaga og vébanda MSÍ.
Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að frumvarpið hefur tekið breytingum á þann veg að keppnisbifhjól verða undanþegin 30% vörugjaldi. Tillögur MSÍ hljóða upp á að moto-cross keppnishjól í öllum stærðum falli undir þessa skilgreiningu. Moto-cross keppnishjól sem flutt verða inn til landsins án gjalda verður eingöngu leyft að nota á samþykktum akstursíþróttasvæðum, ef slíkt hjól er notað utan slíkra svæða getur eigandi þess átt á hættu að verða krafinn þeirra gjalda sem á hjólið hefðu fallið auk álags og sektar.
Lesa áfram Fréttatilkynning frá MSÍ

Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi

logo_sm.gifÍ tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár hefur Alþingi unnið í breytingum á vörugjöldum meðal annars á mótorhjólum. Í dag lagði meirihluti efnahags- og skattanefndar fram breytingartillögu á frumvarpinu sem gæti ollið straumhvörfum í motocross íþróttinni á Íslandi. Lagt er til að vörugjöld verði felld niður á motocrosshjólum eða eins og þetta hljóðar í frumvarpinu

Ökutæki undanþegin vörugjaldi:….Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna…

Keppnisbifreiðarnar hafa verið þarna inni í nokkur ár en íþróttamenn á mótorhjólum fá loksins þá sanngjörnu meðferð sem aðrir íþróttamenn hafa hlotið í lengri og skemmri tíma. Nú verðum við bara að vona að Alþingi samþykki þetta frumvarp með þessa breytingu inni.

msi_stort.jpgFyrir hinn venjulega motocrossmann mætti áætla að hjólin myndu lækka um 20%, en ekki eru hin venjulegu endúróhjól á hvítum númerum talin með. Önnur klausa er áhugaverð í frumvarpinu en hún er um að öll rafmagnshjól verða vörugjaldslaus og má teljast nokkuð öruggt að sú klausa komist í gegn.

Lesa áfram Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi

1. umferð íslandsmóts í Endurocross

Laugardaginn 20. nóvember fór fram 1. umferðin í endurocrossi. Er þetta fyrsta keppnin af þremur til íslandsmeistara.
Óhætt er að segja að „útálandiliðið“ hafi enn eina ferðina sýnt okkur flatlendingunum hvernig á að gera hlutina. Brautin samanstóð af hindrunum með sem voru flestar með góðu flæði, Þó var ein hindrun sem var ekki alveg með sama flæðið. Það var dekkjagryfja sem var full af fólksbíladekkjum og skapaði hún stórkostlega skemmtun fyrir áhorfendur.
Til leiks voru skráðir 18 keppendur sem skipt var niður í þrjá hópa. Þarna voru mættir allar okkar helstu endurohetjur.

Lesa áfram 1. umferð íslandsmóts í Endurocross

Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

Endurocross á Sauðárkróki um helgina

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Fluga hf halda Íslandsmót* í enduro-cross í reiðhöllinni Svaðastöðum 20. nóvember n.k. Áhorfendasvæði opnar kl. 14:30 og keppni hefst kl. 15:00

Skráning fer fram á www.msisport.is

Sundlaugin verður opin frá 19:30 fyrir þá sem vilja skola af sér rykið fyrir hlaðborðið á Mælifelli, en skráning á hlaðborð og ball fer fram hjáhelgaey@simnet.is – kostar aðeins 2.500,-

Lesa áfram Endurocross á Sauðárkróki um helgina