Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Málþing um lyfjamisnotkun

Lyfjaeftirlit ÍSÍ í samvinnu við lyfjafræðinema við HÍ stendur fyrir málþingi um lyfjamisnotkun og íþróttir þann 23. nóvember n.k. Er málþingið hluti af námskeiði 5. árs nema í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands.

Helstu umfjöllunarefnin eru almenn umfjöllun um lyfjamisnotkun og íþróttir, náttúruefni og fæðubótaefni, notkun vefjaaukandi efna og stera auk þess sem fjallað er um mismunandi deilu- og vafamál. Í lok málþingsins verður samantekt á efni dagsins og tækifæri fyrir umræður og fyrirspurnir.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestrarnir verða haldnir í húsakynnum Háskóla Íslands við Stakkahlíð í salnum Bratta (sjá nánarhér). Dagskráin stendur frá kl. 9.00-16.00, nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna sem viðhengi hér.

Lesa áfram Málþing um lyfjamisnotkun

Kreppukeppni 2010 afstaðin

Rúmlega 40 keppendur tóku þátt í Kreppukeppninni í Þorláskhöfn síðastliðinn laugardag. Veðurguðirnir voru fremur blíðir þennan fyrsta dag vetrar þrátt fyrir smá kulda. Brautin var flott og keppendur snöggir að hjóla í sig hita. Allt gekk þetta nokkuð vel fyrir sig en þó náði einn keppandi að slasa sig á hendi eða handlegg. Ekki náðu allir að ljúka keppni og ber þá helst að nefna Magnús nokkurn Ingvarsson sem tók þátt í sinni fyrstu mótorkrosskeppni. Það er kannski ekki sérstaklega til frásagnar nema fyrir það að Magnús lærði á gírana á hjólinu daginn fyrir keppni. Ég hef það eftir öðrum keppanda að Magnús hafi ákveðið að á þessu ári, fram að 50 ára afmæli sínu, myndi hann taka þátt í öllum þeim íþróttagreinum sem keppt er í á vegum ÍSÍ. Magnús á heldur betur hrós skilið fyrir seiglu og hugrekki.

Margir sýndu gríðarlega góða takta og spennandi verður að sjá árangur og framfarir manna og kvenna á næsta keppnistímabili. Lesa áfram Kreppukeppni 2010 afstaðin

Fræðslukvöld ÍSÍ

ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld næstu tvo fimmtudaga, þann 21. okt í Reykjavík og 28. okt á Akureyri.  Bæði fræðslukvöldin standa yfir frá kl. 17.00-21.00.  Að þessu sinni verður boðið upp á íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna.
Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara.  Þau henta einnig iðkendum í öllum íþróttum.
Þátttökugjald er kr. 3.000.-  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.
Lesa áfram Fræðslukvöld ÍSÍ

Íslandsmeistarar fyrra árs athugið

msi_stort.jpgNú er kominn sá tími að allir eiga að skila farandbikurum síðasta árs upp í Moto v/uppskeruhátíðar MSÍ þann 13.nóv n.k.
Við þurfum að vera búin að fá bikarana fyrir mánaðarmót svo við getum látið merkja þá aftur.

kveðja,
Helga Þorleifsdóttir

Mánuður í lokahóf!

Ef þú ert ekki búinn að taka 13. nóvember frá þá skallt þú gera það NÚNA! Því þá verður lokahóf MSÍ haldið í Rúbín Öskjuhlíð. Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnum hætti, þriggja rétta kvöldverður, verðlaunaafhending, grín og glens, myndbönd frá árinu frumsýnd og svo dansað fram á nótt. Miðasala hefst fljótlega hérna á vefnum og verður miðaverði líklega það sama og það var í fyrra.