Endurocross á Sauðárkróki um helgina

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Fluga hf halda Íslandsmót* í enduro-cross í reiðhöllinni Svaðastöðum 20. nóvember n.k. Áhorfendasvæði opnar kl. 14:30 og keppni hefst kl. 15:00

Skráning fer fram á www.msisport.is

Sundlaugin verður opin frá 19:30 fyrir þá sem vilja skola af sér rykið fyrir hlaðborðið á Mælifelli, en skráning á hlaðborð og ball fer fram hjáhelgaey@simnet.is – kostar aðeins 2.500,-

Öryggisfulltrúi MSÍ: Karl Gunnlaugsson

Ábyrgðarmaður: Þröstur Ingi Ásgrímsson

Brautarstjóri: Jóhannes Þórðarson

Keppnisstjóri: Einar Sigurðarson

Púkinn verður með vörur til sölu í anddyri reiðhallarinnar frá kl. 11-18

*Skilyrði fyrir því að Íslandsmót teljist löglegt eru að 3 keppnir verði haldnar og að 5 keppendur verði í hverjum flokk í hverri keppni. Í spjalli við formann MSÍ var það upplýst að MSÍ stefnir á að halda 2 aðrar keppnir í vetur og krýna eftir það Íslandsmeistara 2011 í Endurocross. Líklegt er að önnur umferðin verði í Reiðhöllinni í Víðidal í desember á vegum VÍK.

Smellið á myndina fyrir stórt plakat

6 hugrenningar um “Endurocross á Sauðárkróki um helgina”

  1. það er eitthvað vandamál með skráninguna hjá mér það kemur alltaf upp : kerfisvilla kom upp – reyni aftur

    er eitthverstaðar þar sem ég get sent inn skráninguna?

Skildu eftir svar