Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

3 hugrenningar um “Íslenskt landslið á ISDE 2011?”

Skildu eftir svar