Vefmyndavél

7 dagar í Motocross of Nations

Nú þegar aðeins vika er í Motocross of Nations þá eru margir farnir að vera spenntir að sjá bestu ökumenn í heiminum takast á við hvorn annan. Við erum að tala um allra bestu ökumenn heimsins og þar má nefna nöfn einsog heimsmeistara síðustu tveggja ára Antonio Chairoli ásamt Ryan Dungey, Ryan Villopoto, Chad Reed, Ken Roczen, Brett Metcalfe, Jeffrey Herlings, Tommy Searle og marga fleiri topp ökumenn.

Lesa meira af 7 dagar í Motocross of Nations

Styttist í MXON

Landsliðstreyjan

Já nú eru bara 8 dagar í að strákarnir okkar munu vera komnir til St. Jean D´Angely í Frakklandi þar sem Motocross of Nations fer fram.

Viktor Guðbergsson og Kári Jónsson fóru til Spánar í gær til æfinga.  Strákarnir fá báðir lánuð Suzuki RMZ 450 hjá Mats Nilsson.

Eyþór Reynisson heldur til Belgíu í fyrramálið þar sem hann mun pikka upp sendibílinn sinn og hjól ásamt föður sínum Reyni Jónssyni en þeir munu reyna keyra af stað til Frakklands um helgina.
Lesa meira af Styttist í MXON

Styrktarkvöldið heppnaðist vel

Styrktarkvöldið fyrir MXoN liðið okkar í gærkvöldi heppnaðist vel. Í kringum  70 og  80 manns voru á Hvíta Riddaranum þegar fjöldinn var mestur. Í heildina söfnuðust 31.100 kr 🙂 en auk þess seldust nokkrir bolir.

Við þökkum Hvíta Riddaranum fyrir frábært framtak!

P.s. Þeir sem eiga enn eftir að bola sig upp, geta náð sér í eintak hjá Moto og Arctic Trucks.


Styrktarkvöld fyrir MXoN landsliðið

Styrktarkvöld verður á barnum Hvíta Riddaranum í Mosó á morgun, fimmtudag. Landsliðið í motocrossi sem fer á Motocross of Nations eftir 3 vikur fær nokkrar krónur í farareyri af hverjum bjór sem seldur er. Nánar tiltekið er það  200 kall af hverjum bjór sem er keyptur, og svo 400 kr af hverju hamborgaratilboði:-)

Dagskráin byrjar kl 19:00 og stendur til kl 22:00, það verður sýnd keppni frá brautinni í Frakklandi sem strákanir okkar eru að fara keppa í.

Hvíti riddarinn er í Mosfellsbæ, hjá Krónunni og Mosfellsbakarí.

Hér er facebook síða fyrir atburðinn

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa meira af Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Allt á fullu á Selfossi

Selfyssingar liggja ekki með hendur í skauti sér þessa dagana enda bara örfáir dagar til keppni. Hressilegar endurbætur standa yfir fyrir MXoN styrktarkeppnina sem verður á laugardaginn og hér eru nokkrar myndar af framkvæmdunum í gær.

Efnið keyrt í brautina

Lesa meira af Allt á fullu á Selfossi

Síða 5 af 19« Fyrsta...34567...Síðasta »