Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Motcross of Nations

Þá er að verða klárt hvaða lönd senda lið á Motcross of Nations sem haldið er að þessu sinni í Frakklandi. Gaman verður að sjá hvað kemur út úr þessu í ár, en Bandaríkjamenn senda núna lið…. og það enga smá kalla, því þarna verða Ricky Carmichael, Ivan Tedesco og Kevin Windham.  Það verður því gaman að sjá hvernig þeir standa sig í slagnum við sigurvegarana frá í fyrra sem voru Belgarnir Everts, Ramon og Strijbos.
Það vekur athygli að þjóðir eins og Íran, Guatemala, Cypur og Columbía taka þátt,….. en ekki Ísland !?! Nú er um að gera að hysja upp um sig buxurnar og stefna á stóra hluti á næsta ári 😉  Hér er þáttakandalistinn.
Lesa áfram Motcross of Nations

MX des Nations

MX des Nations, Bellpuig-Spain Þá er Des Nation lokið á Spáni en keppnin fór fram um helgina. Keppnin átti fyrst að fara fram í Californiu USA en pólítík og „Allir Grænir“ stöðvuðu það mál, keppnin var þá flutt til Spánar á síðustu stundu og sáu lönd eins og USA sér ekki fært að senda keppendur með svo skömmum fyrirvara. Afleiðingin var hálf litlaus keppni en Team Italy sigraði. Það var hinsvegar Spánverjinn Javier Garcia Viggó sem vann.

Landsliðakeppni: 1. Italy 2. Belgium 3. Finland 4. Spain 5. Sweden

Úrslit einstaklinga: 1. JAVIER GARCIA VICO, SPA  2. Andrea Bartolini, ITA 3. Alessio Chiodi, ITA 4. Jussi Vehvilainen, FIN 5. PETER IVEN, BEL   6. DANNY THEYBERS, BEL, KTM 7. Joakim Karlsson, SWE 8. Marko Kovalainen, FIN 9. Alex Puzar, ITA 10. Thierry Bethys, FRA