Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Hver hefði trúað því að það væri hægt að keppa í krakka- og motokrossi og enduro 19. nóvember? Allar aðstæður voru með besta móti.

Brautin leit vel út - 19. nóvember 2011! Mynd fengin að láni frá Magnúsi H. Björnssyni

Blæjalogn og 4-5 stiga hiti tók á móti keppendum í gærmorgun. Fyrst á dagskránni var krakkakrossið og þar kepptu 10 sprækir krakkar um glæsileg verðlaun sem Pálmar hafði útvegað hjá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Púkinn, Nítró, Moto, Arctic Trucks, JHM-Sport og Honda-Bernhard. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en að auki fengu allir krakkar medalíur frá VÍK.

Hér eru sigurvegararnir í krakkakrossinu:
í 50 cc flokki, sigraði Eiður Orri, Víðir Tristan varð annar og Anna Margrét í þriðja sæti. Í 65cc flokki sigraði Guðlaugur, annar varð Gabríel, þriðji varð Mikael, fjórði var Óliver og Fannar Freyr varð fimmti. Í 85cc flokki varð Davíð í fyrsta sæti og Hans Jakob í öðru. Þetta eru klárlega framtíðarökumenn sportsins!

Startið í krakkakrossinu. Mynd fengin að láni frá Magnúsi H. Björnssyni

Í motokrossi var keppt í 2 flokkum og voru um 35 manns skráðir til keppni. Í A flokki sigraði Atli Már Guðnason, Viktor Guðbergsson var í öðru sæti og Örn Sævar Hilmarsson varð í þriðja sæti. Viktor átti reyndar besta tímann í brautinni 1:59.03 og til að jafna keppnina var hann látinn starta keppninni og taka 10 armbeygjur áður en hann mátti hlaupa að hjólinu og fara af stað 🙂

Í B flokki varð Birgir Georgsson í þriðja sæti, Ágúst H. Björnsson varð annar og Heiðar Örn Sverrisson sigraði eftir flottan akstur í báðum motoum. Í 85 flokki varð Baldvin Egill Baldvinsson í þriðja sæti, Gyða Dögg Heiðarsdóttir í öðru og Oliver Örn Sverrisson sigraði.

Nánari úrslit úr motokrossinu koma á www.mylaps.com – í augnablikinu er þó eitthvað vesen á nettengingunni á tímatökuvélinni en það leysist vonandi.

Þegar motokrossinu var lokið tók við stutt keppni í enduro/endurokrossi. Um morguninn fór öflugur hópur í að setja upp nokkrar þrautir við hliðina á startinu. Stauraþrautir, stór steypurör, dekkjaþraut ofl. var komið fyrir með hraði og verða á svæðinu til frambúðar. Brautin lá um slóðana á neðra svæðinu og Guggi renndi einn prufuhring með keppendur sem var raðað saman þannig að A og B keppendur voru dregnir saman. Um kl. 15 hófst keppnin með látum og keyrðu keppendur einn hring á mann. Ingvi Björn og Þorbjörn tóku strax forystuna og létu hana ekki af hendi. Gunni málari og Ævar Sveinn Sveinsson urðu í öðru sæti þrátt fyrir ótímabærar kaffipásur þess síðarnefnda 🙂 Í þriðja sæti urðu svo Jósef og Heiðar Örn.

Við þökkum öllum sem komu og tóku þátt kærlega fyrir komuna og frábæran dag. Sömuleiðis öllum sem hjálpuðu til, settu upp endurokrossþrautirnar og gerðu daginn jafn vel heppnaðan og hann var.

Kveðja, stjórn VÍK

Enduroúrslitin er hér fyrir neðan:

Overall úrslit
Sæti Stig Rásnr og nafn Tími Flokkur Hjól
Eknir hringir: 6
1 100   13-Ingvi Bjorn og thorb  101:14.16 2
2 85   6-Gunnar B og Aevar Sv  102:00.35   +0:46.19 2
3 75   1-Josef og Heidar Orn  102:11.17   +0:57.01 2
4 67   7-Orri og Oskar  105:48.57   +4:34.41 2
5 60   3-Haukur #10 og Finnur  107:36.50   +6:22.34 2
6 54   15-Gunni malari og Trau  107:39.52   +6:25.36 2
7 49   16-Atli Mar og Oliver  111:14.88   +10:00.72 2
8 45   12-Biggi malari og Skul  111:51.08   +10:36.92 2
9 42   17-Haraldur Gunn og Lei  113:16.54   +12:02.38 2
Eknir hringir: 5
10 41   2-Borkur og Tedda  105:57.41 2
11 40   4-Gatli og Bjork crazy  111:23.45   +5:26.04 2
12 39   19-Hjortur og Jon Snaev  113:22.36   +7:24.95 2
Eknir hringir: 4
13 38   21-Petur P og Gyda  98:36.41 2

Fyrsti hringur er reyndar ekki réttur þar sem keppnisklukkan var svo spennt að hún fór af stað ótímabært ca 28 mínútum fyrir keppni.

Millitímar
Sæti Rásnr og nafn
1 13-Ingvi Bjorn og thorb 40:13.98 12:57.03 10:50.43 13:19.33 11:04.54 12:48.85
2 6-Gunnar B og Aevar Sv 42:44.42 11:22.94 10:27.14 14:05.80 10:49.00 12:31.05
3 1-Josef og Heidar Orn 42:21.52 11:37.33 12:00.46 11:52.11 12:23.91 11:55.84
4 7-Orri og Oskar 41:26.76 13:20.48 11:20.69 13:21.97 11:48.26 14:30.41
5 3-Haukur #10 og Finnur 41:05.28 13:54.26 11:10.42 14:49.91 11:24.48 15:12.15
6 15-Gunni malari og Trau 42:10.04 12:53.68 12:33.30 13:25.87 13:12.08 13:24.55
7 16-Atli Mar og Oliver 40:34.36 15:05.50 11:21.24 15:55.04 11:34.54 16:44.20
8 12-Biggi malari og Skul 41:38.18 15:36.75 12:10.73 14:03.71 13:03.30 15:18.41
9 17-Haraldur Gunn og Lei 45:07.23 12:39.89 13:19.39 13:45.47 14:49.30 13:35.26
10 2-Borkur og Tedda 47:16.47 16:06.14 13:24.32 16:59.04 12:11.44
11 4-Gatli og Bjork crazy 41:31.75 21:45.47 11:45.58 24:28.87 11:51.78
12 19-Hjortur og Jon Snaev 54:31.64 9:59.18 17:04.53 12:17.65 19:29.36
13 21-Petur P og Gyda 43:53.57 22:19.58 13:13.95 19:09.31

5 hugrenningar um “Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær”

  1. Takk fyrir frábært framtak um helgina. Þetta var alvega rosalega gaman. Vitið þið um einhverjar fleiri myndir ?
    kv
    Finnur #971

  2. Takk sömuleiðis. Mig minnir að Sverrir hafi verið þarna með myndavélina á lofti meira og minna allan daginn. Hann er greinilega upptekinn í öðru en að koma þeim á vefinn – Sverrir, drífa sig! 🙂 Var að bæta úrslitunum úr krakkakrossinu inn í greinina. Flottir krakkar

Skildu eftir svar