Greinasafn fyrir flokkinn: EnduroCross

Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Jói Kef, Gylfi og félagar stóðu fyrir frábærri endurokrosskeppni í Sólbrekku í gær. Tæplega 30 manns skráðu sig til keppni og þeir hefðu alveg mátt vera fleiri. Veðrið klikkaði ekki, brautin var stórskemmtileg – motokross, þúfur, grjót, brölt, fljúgandi dekk, vörubretti, steypuklumpar og alles. Snilldarbraut sem sýndi að það er vel hægt að keppa í enduro í Sólbrekku.

Daði Skaði rúllaði upp einmenningskeppninni og heimadrengurinn Jói Kef ásamt Bjarka #670 unnu tvímenninginn eftir hörkukeppni við Jonna og Stebba, baðvörð. Bestu þakkir fyrir flotta keppni!

Nánari úrslit hér: Lesa áfram Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Sólbrekkubraut Enduro-Cross keppnin á morgun

Nú er um að gera að taka þátt í skemmtilegri keppni á morgun laugardag.
Keppt verður i tveimur flokkum tvímennings og einstaklings. Báðir flokkar keyra saman í einn og hálfan tíma.
Mæting kl.10.30 og skoðun kl.11:00. Ræsing hefst kl.12:00 og flaggað út kl.13:30
Brautin er um allt svæðið, út í móa, á motocrossbrautinni og létt endurocross inni í húsinu.
Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrstu þrú sætin, frítt inn fyrir áhorfendur. Keppnisgjald er 4000 kr. á mann.
Opið fyrir skráningu á netinu til miðnættis í kvöld. Og þeir sem mæta tímanlega í fyrramálið geta skráð sig á staðnum.

Sjáumst hress.
VÍR félagar

Dagskrá fyrir EnduroCross

Dagskrá fyrir EnduroCrossið í Sólbrekku á laugardaginn er svona:

10.30 Skoðun byrjar
11.30 Prufuhringur
12.00 Keppni byrjar

Skráningin í Endurocrossið er komin á skrið og eru margir hörku ökumenn búnir að skrá sig. Lámarksfjöldi keppanda er 40 og eru menn vinsamlega beðnir að skrá sig sem fyrst svo skipuleggjendur geti græjað sig.
Skráningin er HÉR:

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Skráning hafin í EnduroCrossið

Endurocross
Skráning er hafin í endurocrossið sem VÍR heldur á Sólbrekkusvæðinu 5.nóvember næstkomandi. Jói Kef og félagar hafa lofað frábærri braut sem allir geta ráðið við og auk þess verða hjáleiðir fyrir þá sem verða orðnir þreyttir.

Keppt verður í tveimur flokkum, einmenning og tvímenning. Keppnisgjaldið er 4000 krónur á mann, þ.e. 4000 í einmenninginn og 8000 fyrir liðið í tvímenningi.

Video frá brautarlagningu hér

Lesa áfram Skráning hafin í EnduroCrossið

EnduroCross í Sólbrekku 5.nóv

Bikarkeppni í EnduroCross verður haldin á Sólbrekkusvæðinu 5. nóvember næstkomandi. Byrjað er að leggja brautina sem verður í kringum motocross-brautina en hún verður þó ekkert lík motocrossi. Keyrt verður um þúfur og grjót og smá hringur tekinn inní húisð! Enginn þarf þó að óttast, brautin verður vel fær fyrir alla, þó fyrsti gírinn verður notaður mikið í bröltinu.

Keppt verður í 1,5klst í tvímenningsflokki.

Skráning og nánari upplýsingar auglýst fljótlega.