Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Sumarið byrjar formlega í dag þegar Heimsmeistarakeppnin í Motocrossi hefst  með keppni í Búlgaríu. Tímatökur eru MX1 og MX2 í dag en kvennakeppnin verður í heild sinni í dag (sjá dagskrá neðar). Eins og vanalega er talsverð spenna fyrir keppnina og menn farnir að svitna af stressi.

Í ár verður Bryndís Einarsdóttir líklega okkar eini keppandi í Heimsmeistarakeppninni. Hún verður númer 66 eins og áður og um helgina verður eina kvennakeppnin sem sjónvarpað verður. Bryndís hefur ekki hjólað mikið í vor eftir meiðsli sem hún hlaut í janúar en nú er allt að komast á skrið.
Eyþór Reynisson mun keppa í völdum keppnum í Evrópumótaröð 21 árs og yngri (EMX125) sem er keyrð samhliða nokkrum MX1 keppnum og verður möguleiki að sjá hann eitthvað í sjónvarpi.

Fjórfaldur heimsmeistari Antonio Cairoli þarf að verja titilinn frá landa sínum David Philippaerts, Belganum Clement Desalle, liðsfélaganum Max Nagl og Ben Townley sem nýkominn er frá Ameríku, til að nefna einhverja. Ef Cairoli nær fimmta titlinum er hann kominn upp við hlið Joel Smets, Georges Jobe, Eric Geboers og Roger De Coster í fjölda titla.

Þjóðverjinn Ken Roczen er talinn líklegastur til að sigra í MX2 flokknum þó svo mikið af hæfileikaríkum ungum strákum muni gefa allt sitt í að sigra. Meistari fyrra árs, Marvin Musquin, ætlar að spreyta sig í Ameríku í sumar.

Lesa áfram Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Krakkanámskeið VÍK í sumar

Krakkaæfingarnar sem VÍK stóð fyrir í fyrra munu halda áfram í sumar og verða með svipuðu fyrirkomulagi. Gulli og Helgi Már halda áfram með æfingarnar og eru bæði fyrrum nemendur velkomnir sem og nýjir. Hér eru nokkrir punktar um sumarið en nánari upplýsingar koma fljótlega.

  • Æfingar eru 2x í viku fyrir báða flokka kl 18:00 – 19:30 / Mánudaga og Miðvikudaga allt sumarið
  • Verð: 30.000.- á krakka (árskort innifalið). Sama verð í báðum flokkum.
  • Æfingar byrja 6. júní.
  • Alla fimmtudaga eftir Íslandsmót í MX er krakkakeppni í Bolöldu eða Álfsnesi, þá er brautin lokuð á meðan.

Skráning hefst í næstu viku hér á motocross.is.

Unglingalandsmótið verður á Egilsstöðum í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Keppt er í 11 ólíkum greinum og hefur motocross verið ein af greinunum undanfarin ár.

UMFÍ hefur látið gera bækling um motocross-hlutann og er hann hér.

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Gylfi

Gylfi Freyr Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari í motocrossi, verður með motocross námskeið í sumar. Skráning í námskeiðin er byrjuð, um að gera að drífa sig að skrá sig því að það komast aðeins 18 manns að.

Skráning fer fram á www.mxn.is

Afreksíþróttir og framhaldsskóli

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur í samstarfi við íþróttakennara framhaldskólanna í Reykjavík unnið fræðslubækling um afreksíþróttir og framhaldsskóla. Tilgangurinn er að upplýsa ungt íþróttafólk og foreldra þess um helstu þætti sem taka þarf tillit til svo að íþróttaiðkun og nám fari sem best saman. Þess má geta að bæklingurinn var yfirfarinn af Menntamálaráðuneytinu.

Bæklinginn má nálgast hér.