Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Munið félagsgjöldin

Nú er rétti tíminn til að borga félagsgjöldin í VíK svo það gleymist ekki! Hvort sem þú þarft að endurnýja eða ert nýr félagi þá er hægt að borga hér á vefnum með kreditkorti og hægt að prenta út félagaskírteini strax á eftir. Hér eru stuttar leiðbeiningar

  1. Skráðu þig inn á motocross.is
  2. Farðu í félagakerfið
  3. Veldu Borga félagsgjöld ef þú ert í félagi / Nýskráning í félag ef þú ert nýr
  4. Fylgdu leiðbeiningum

Hægt er að greiða í fleiri félög en VÍK

Liðakynning: Team KTM Red Bull

Einar Sigurðarson er nú liðsstjóri hjá KTM

Team KTM á Íslandi eru klárir í tímabilið 2011. Liðið er að vakna uppúr dvala síðustu tveggja ára. Liðið er með ökumenn í öllum flokkum og allir ökumenn liðsins eru staðráðnir í að gera sitt besta fyrir liðið, styrktaraðila og auðvitað fyrir sig sjálfa,  allt eru þetta ökumenn sem ættu að geta unnið keppnir og staðið sig vel.

Ökumenn liðsins hafa sett sér markmið varðandi árangur í sumar, árangur felst ekki bara í því að liðsmenn sýni góðan árangur í keppnum, heldur ekki síður í því að allir liðsmenn sýni góðan liðsanda og geri sitt besta innan brautar sem utan.

Keppnislið KTM mun að öllu leiti gæta þess að vera góð fyrirmynd fyrir þá hópa sem íþróttin höfðar mest til, í mótum, á æfingum og þess utan.

Ökumenn liðsins  eru: Lesa áfram Liðakynning: Team KTM Red Bull

Önnur umferð í Íscrossinu

Frá Mývatni

Í kvöld rennur út skráningarfrestur í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, sem að þessu sinni fer fram á Akureyri. Nánar tiltekið mun keppnin fara fram á tjörninni við Leirunesti og verður örugglega mikill fjöldi áhorfenda. Þessa helgi fer fram stór vetrarsporthátíð á Akureyri sem heitir Éljagangur 2011. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.eljagangur.is

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar mun aðstoða KKA við framkvæmd mótsins og er tímaplanið hér.

ATH!! ENGIN ÆFING Í REIÐHÖLLINNI Í DAG!!!

Hundaræktunarfélagið er með húsið í allan dag, sunnudag, og því engin æfing í dag, og líklega ekki næstu sunnudaga. Ég talaði við manninn sem sér um húsið og ætla að hitta hann á morgun og reyna að fá annan tíma fyrir krakka æfingarnar.

Afsakið þetta.

Kveðja,

Helgi Már

Eyþór í bresku blaði

Greinin um Eyþór - Smellið á fyrir stærri

Eyþór Reynisson, Íslandsmeistari í MX2, fór til Bretlands í júli og æfði sig aðeins með þjáfara sem heitir Rikki Priest. Við rákumst á grein um hann í Dirt Bike Rider þar sem blaðamenn þar voru ánægðir með framistöðuna hjá honum en svekktir fyrir hans hönd að hafa krassað og ekki náð að klára. Eyþór náði öðru sæti í tveimur motoum af þremur í Rookie flokki en eins og áður sagði náði ekki að klára.

Svo bíðum við bara eftir fréttum af fleiri utanlandsferðum hjá Eyþóri.

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is