Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Sumarið byrjar formlega í dag þegar Heimsmeistarakeppnin í Motocrossi hefst  með keppni í Búlgaríu. Tímatökur eru MX1 og MX2 í dag en kvennakeppnin verður í heild sinni í dag (sjá dagskrá neðar). Eins og vanalega er talsverð spenna fyrir keppnina og menn farnir að svitna af stressi.

Í ár verður Bryndís Einarsdóttir líklega okkar eini keppandi í Heimsmeistarakeppninni. Hún verður númer 66 eins og áður og um helgina verður eina kvennakeppnin sem sjónvarpað verður. Bryndís hefur ekki hjólað mikið í vor eftir meiðsli sem hún hlaut í janúar en nú er allt að komast á skrið.
Eyþór Reynisson mun keppa í völdum keppnum í Evrópumótaröð 21 árs og yngri (EMX125) sem er keyrð samhliða nokkrum MX1 keppnum og verður möguleiki að sjá hann eitthvað í sjónvarpi.

Fjórfaldur heimsmeistari Antonio Cairoli þarf að verja titilinn frá landa sínum David Philippaerts, Belganum Clement Desalle, liðsfélaganum Max Nagl og Ben Townley sem nýkominn er frá Ameríku, til að nefna einhverja. Ef Cairoli nær fimmta titlinum er hann kominn upp við hlið Joel Smets, Georges Jobe, Eric Geboers og Roger De Coster í fjölda titla.

Þjóðverjinn Ken Roczen er talinn líklegastur til að sigra í MX2 flokknum þó svo mikið af hæfileikaríkum ungum strákum muni gefa allt sitt í að sigra. Meistari fyrra árs, Marvin Musquin, ætlar að spreyta sig í Ameríku í sumar.

Eftir nokkuð brottgenga sjónvarpsútsendingar í fyrra virðst sem keppnishaldarar séu komnir með betri yfirsýn yfir sjónvarpsmálin því í ár er búið að stofna sérstaka internet-sjónvarpsstöð um keppnirnar. MotorsTV er hætt að sýna frá keppninni en þess í stað verður nýja internet sjónvarpsstöðin MX-Life.tv í aðalhlutverki. Á stöðinni verður meira sýnt frá hverri keppni t.d. tímatökur.

 • Stök keppni = 3 evrur
 • MXoN = 8 evrur
 • Allar keppnir (þ.á.m. MXoN) = 40 evrur

Dagskráin fyrir helgina er svona (á búlgörskum tíma sem er 3 tíma á undan):

Laugardagur:

 • EMX125 Free Practice 8:00;
 • WMX Free Practice 8:40;
 • MX2 Free Practice 9:30;
 • MX1 Free Practice 10:15;
 • WMX Time Practice 11:00;
 • EMX125 Time Practice 12:30;
 • MX2 Pre-Qualifying Practice 13:15;
 • MX1-Pre Qualifying Practice 14:00;
 • WMX Race 1 15:10;
 • MX2 Qualifying Race 16:10;
 • MX1 Qualifying Race 17:00;
 • EMX125 Race 1 17:50;
 • WMX Race 2 18:40;

Sunday:

 • EMX125 Warm up 8:30;
 • MX2 Warm up 9:00;
 • MX1 Warm up 9:30;
 • EMX125 Race 2 11:20;
 • MX2 Grand Prix Race 1 12:10;
 • MX1 Grand Prix Race 1 13:10;
 • MX2 Grand Prix Race 2 15:03;
 • MX1 Grand Prix race 2 16:03.

Aðstæður góðar í Búlgaríu. (mynd frá Facebook síðu Bryndísar #66)

3 hugrenningar um “Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag”

 1. Bryndís verður ekki meira með í dag. Hún krassaði í tímatökunni í morgun. Hún er óbrotin en eitthvað löskuð eftir þetta svo hún treystir sér ekki að keppa og ætlar að jafna sig.

 2. Eyþór var ekki skráður, kannski kom það ekki nógu skýrt fram. Hann verður með í næstu umferð í Valkenswaard eftir tvær vikur og svo í einhverjum af keppnunum sem verða í Evrópu.

Skildu eftir svar