Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Dagskrá morgundagsins

Íslandsmeistarmótið í Enduro CC / Dagskrá 2011

Skoðun:
Enduro CC / Meistara og Tvímenningur 10:00 –  10:20
Enduro CC / B flokkar 10:20 – 10:40

1. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 11:10  90 mín.
Tvímenningur 11:10  89 mín.
B flokkar 11:11  45 mín.

2. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu:  Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 14:00 90 mín.
Tvímenningur 14:00  89 mín.
B flokkar 14:01  45 mín.

Verlaunaafhending kl: 16:00

Sjá nánari útgáfu hér.

Fjölskylduafsláttur á árskortum

Eins og í fyrra bíður VÍK fjölskyldum afslátt á árskortum í brautir ef keypt eru fleiri en eitt kort. Allir sem kaupa fjölskyldukort þurfa að vera með heimilisfang á sama stað. Hafið samband við birgir@prent.is og leggjið inn pöntun.

Afslátturinn er veittur
við kaup af fleiri en einu korti:
Verðdæmi
Ef keypt eru 3 kort –
afsláttur af öllum kortum 10%
2 kort = 5 % afsláttur
3 kort = 10% aflsláttur
4 kort = 15% afsláttur
Stórt hjól 24.000 kr.
Lítið hjól 12.000 kr.
Lítið hjól 12.000kr.
Samtals 48.000 kr.
afsláttur -4.800 kr.
Þú greiðir 43.200

 

Sænskur ökumaður með námskeið á Íslandi

Linus á æfingu í Saxtorp

Einn hraðasti ökumaðurinn í Svíþjóð kemur til Íslands til að keppa í fyrstu umferðinni í Motocrossinu á Sauðarkróki, hann mun lenda á Íslandi daginn fyrir Klaustur og vera á landinu í 12 daga. Hann mun fylgjast með keppnini á Klaustri og verður svo staddur í Reykjavík vikuna fyrir Sauðarkrók og vikuna eftir Sauðarkrók.

Ökumaðurinn heitir Linus Sandahl og hefur keppt í World Mini GP og endaði þar í sjötta sæti, hann hefur lítið búið í Svíþjóð síðustu ár, hann var á saminingi hjá MX Heaven í Californiu þar sem hann bjó, keppti og sótti skóla í nokkra mánuði.

Lesa áfram Sænskur ökumaður með námskeið á Íslandi

Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira

Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.

Verðskrá:

  • Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
  • Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
  • Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

  • Mánudagar 16-21
  • Föstudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • lokað aðra daga

Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.

Bikarkeppnir

Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.

  • Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
  • Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
  • Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
  • Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.

 

Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Keppendur sem kepptu árið 2010 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 28. apríl. – 2.. maí. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma.

Laus 2 stafa númer eru:

20,36,37,43,45,48,49,53,54,55,56,59,60,62,65,67,68,70,71,72,74,75,80,82,83,86,89,93,96,97, einnig er fjöldi númera frá 100-500 laus.

Lesa áfram Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Æfing í Svíþjóð

Gulli og Ingvi Björn

Þrír ungir Íslendingar úr KTM racing team voru á æfingu í Svíþjóð í dag. Þetta eru þeir Gunnlaugur Karlsson, Guðbjartur Magnússon og Ingvi Björn Birgisson. Strákarnir komu til Svíþjóðar í vikunni og var þetta þriðji hjóladagurinn þeirra en þeir ætla að vera í Svíþjóð yfir páskafríið og jafnvel lengur.

Klúbburinn sem á brautina heitir Landskrona Motorsklubb en brautin heitir Saxtorp.

Undirritaður mætti á svæðið og smellti nokkrum myndum af þeim. Hér er Vefalbúmið.