Vefmyndavél

Ungliða-lið

Svo virðist sem baráttan milli umboða sé að dreifa úr sér.  Í dag eru einungis tveir titlar í boði fyrir keppnislið.  Enduro og motocross.  Suzuki reið á vaðið og stofnaði ungliða-lið.  Vefurinn telur ýmislegt benda til þess að a.m.k. tvo önnur umboð séu að fylgja í kjölfarið.  Allt virðist því benda til þess að til viðbótar því að unglingarnir keppi innbyrðis þá verða þeir flestir í liðum.  Þessi þróun er frábær og verður vonandi til þess að unglingarnir flykkjast á skipulagðar æfingar og keppnir.

Suzuki! Lið framtíðarinnar?

Suzuki er þessa daga að tefla fram lang yngsta og þar af leiðandi lang efnilegasta liði motocross og enduro sögunnar á Íslandi. Þetta lið skipa ekki minni menn enn:

  • Arnór Hauksson Suzuki RM 125cc 14 ára.
  • Aron Pastrana Ómarsson Suzuki RM 85cc 14 ára.
  • Freyr Torfason Suzuki RM 85cc 12 ára.

Liðsstjóri Torfi Hjálmarsson (aldur ekki gefin upp).
4 maðurinn er á leiðinni. Hann mun líklegast keyra Suzuki RM 85cc. Þessir kappar eru framtíð sportsins á Íslandi. Það er fullt af öðrum ungum bráðefnilegum og áhugasömum drengjum sem hafa áhuga á að keppa í liði. Því vill ég hvetja ykkur til að hóa saman þessum drengjum og styðja þá í sportinu. Kv. Þór Þorsteinsson

Síða 17 af 17« Fyrsta...1314151617