Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Akstur á Bolaöldusvæðinu

Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu.  Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur! 
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja.  Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið.  Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?

Dunlop Enduróið verður á Jaðri

Yfirsýn yfir svæðið

Síðasta umferðin í Íslandsmótinu í Enduró fer fram 4. september næstkomandi. Skrifað hefur verið undir samning við landeigendur að Jaðri um afnot af landssvæði sem ekki áður hefur verið notað undir keppnishald. Svæðið virðist henta gríðarlega vel undir enduróakstur og lítur vægast sagt vel út.

Einar #4, Hjörtur #220 og Mr. Hard fóru í gær og skoðuðu svæðið og leist þeim mjög vel á aðstæður.

Þeir tóku nokkrar myndir og myndbönd sem sjást hér (smellið á myndirnar fyrir stærri eintök)

Lesa áfram Dunlop Enduróið verður á Jaðri

Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Mótel Venus árið 2002
Líklegur eins og elstu menn muna hann

Um næstu helgi fer fram skemmtikeppni til styrktar Hirti L. Jónssyni næsta sunnudag 11. júlí. Keppnin er ætluð öllum og verður með nýstárlegu móti þar sem menn verða dregnir saman í tveggja manna lið og reynt að jafna liðin eins og hægt er þannig að vanur hjólari/keppandi er settur með óvönum hjólara og er markmiðið að allir hjóli á sínum hraða og skemmti sér hið besta og allir sitji við sama borð. Hlaupastartið verður endurvakið og bryddað upp á ýmsu óvenjulegu. Allir velkomnir, vanir, óvanir, konur, börn niður í 12 ára á 85 hjólum og fjórhjól en hjól verða að vera skráð og tryggð og ökumenn verða að klæðast öllum öryggisbúnaði. Brautin verður öllum fær og liggur um neðra svæðið í Bolaöldu. Við hvetjum alla til að taka þátt í fjörinu og styðja gott málefni í leiðinni.

Skráning fer fram HÉR og er hafin. Skráningunni lýkur kl. 23.59 á föstudagskvöldið 9. júlí.

Lesa áfram Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Hálendið opið fyrir umferð

Kort Vegagerðarinnar
Kort Vegagerðarinnar

Nú hafa nær allar leiðir á hálendinu opnað fyrir umferð, gott er þó að hafa varann á því djúp úrrennsli eru gjarnan þvert á slóða svona snemm sumars. Svo er bara að muna eftir því að taka tillit til annarra útivistarhópa og vera okkur hjólafólki til sóma.

..Góða ferð

Sendu mótmælapóstkort til umhverfisráðherra

Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð frá okkur fólkinu í landinu. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á www.f4x4.is/motmaeli og senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Skoðið kynningarblaðið „Verjum ferðafrelsið“ sem fylgir Fréttablaðinu þriðjudaginn 22. júní og sjáið myndir frá þessum fallegu ferðamannaleiðum sem á að loka.

Látum ekki sérhagsmunahópa og ferðaþjónustufyrirtæki komast upp með að eiga einkarétt á fallegum ferðaleiðum. Tryggjum rétt hins almenna íslenska ferðamanns til að geta skoðað allar okkar fallegu ferðamannaperlur. Verjum einnig rétt aldraðra, fatlaðra og barna til að geta ferðast um landið okkar.

Guðmundur G. Kristinsson