Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?

Vonarskarð á hjóli
Vonarskarð á hjóli

Frestur til að skila inn athugasemdum við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs rennur út þann 24.júní.
Verndaráætlunin hallar talsvert á ferðafólk vélknúinna ökutækja og því hvetjum við ALLA til þess að skila inn athugasemdum (já líka ÞIG).
Verndaráætlunin gengur jafnvel svo langt að loka torfærum slóða um Vonarskarð, fyrir allri umferð nema gangandi, þó svo að gangandi umferð um Vonarskarð hafi í gegnum tíðina verið nánast óþekkt.

Talsverð slóðagrisjun er í gangi og mun Ferðaklúbburinn 4×4 að því tilefni senda út kynningarblað með Fréttablaðinu þriðjudaginn 22.júní þar sem fjallað er um lokun leiða.

Lesa áfram Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?

Ekki á hestastígunum eða utanvega!

Við viljum minna alla sem eru að spá í að hjóla á morgun að nota kerrurnar og keyra með hjólin á þau svæði sem opin eru eins og Þorlákshöfn (nú fást miðarnir á Olís í Norðlingaholti) og Bolaöldubrautina þ.e. ef veður leyfir í fyrramálið. Allir slóðar eru rennandi blautir og enduro kemur ekki til greina nema mögulega á línuvegum. Ekki reyna að keyra út fyrir veg – það kemur bara í hausinn á okkur.
Og af gefnu tilefni munum að reiðstígar eru fyrir hesta og alls ekki mótorhjól – látum reiðstígana algjörlega eiga sig!

Lesa áfram Ekki á hestastígunum eða utanvega!

Fundur hjá Slóðavinum

Næstkomandi miðvikudagskvöld, kl. 20:00, koma á fund hjá Ferða og útivistarfélaginu Slóðavinir þau Marta Jónsdóttir, lögfræðingur, og Kristófer Kristófersson, verkefnastjóri tæknimála, en bæði starfa þau hjá Umferðarstofu.  Þau koma til með fjalla um öll þau mál sem snúa að skráningar og skoðunarmálum mótorhjóla, auk þess sem fjallað verður um breytingar á umferðarlögum og áhrif þeirra.  Ásgeir Örn Rúnarsson, stjórnarmaður í Slóðavinum og nefndarmaður Tækninefndar félagsins, heldur erindi um raunveruleg áhrif regluverksins á umhverfi hjólafólks.

Einnig mætir Karl Alvarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins á samgöngusviði. Endurskoðun á Umferðarlögum er á borðinu hjá Karli og kemur hann til með að fjalla um breytingar á umferðarlögum sem snúa að mótorhjólum.  Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á umhverfi tví-, fjór- og sexhjóla, og hafa Slóðavinir fundað nokkrum sinnum með ráðuneytinu og sent inn athugasemdir við frumvarpið.

Hjá okkur verða því allir helstu embættismenn stjórnkerfisins sem hafa áhrif á það laga- og reglugerðaumhverfi sem um hjólafólk gildir.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3, og hefst eins og áður segir kl. 20:00 .

Six Days 2009 að hefjast

ISDE logo
Logo keppninnar í ár

Á mánudaginn hefst elsta alþjóðlega árlega mótorhjólakeppni sem haldin er í heiminum. Keppnin heitir International Six Days Enduro (ISDE) en eins og nafnið gefur til kynna er þetta sex daga þolraun með stóru þorni.

Fyrst var keppt í þessari keppni árið 1913 í Carlisle í Englandi og unnu heimamenn fyrstu keppnina. Í ár er þetta 84. skiptið sem keppnin er haldin en á síðustu 25 árum hafa Ítalir verið sigursælastir með 10 sigra, Finnar með 7, Svíar 4 og Frakkar 3 en þeir unnu einmitt í fyrra. Keppnin er eins konar bland af hefðbundnum rally keppnum og Motocross of Nations. Keppt er á ferjuleiðum og sérleiðum í liðum en þó eru nokkur atriði sem eru öðruvísi t.d. getur hvert land sent fleiri en eitt lið og keppt er í nokkrum aldursflokkum, félagaflokki (sbr. MotoMos), kvennaflokki og einstaklingsflokki. Aðalkeppnin er í landsliðsflokki þar sem 6 ökumenn eru í hverju liði og 5 bestu á hverjum degi telja, og er þetta opinber heimsmeistarakeppni í liða-enduro.

Lesa áfram Six Days 2009 að hefjast

Hágæða slóðakerfi á Íslandi

Í Morgunblaðinu í dag er áhugavert viðtal við Russ Ehnes, framkvæmdastjóra bandarísku hagsmunasamtakanna National Off Highway Vehicle Conservation council(NOHVCC), en hann var staddur hér á landi í vikunni sem leið.
En þess má geta Íslendingar hafa þrisvar mætt á árlega ráðstefnu NOHVCC í USA til að fræðast um slóða og aðferðarfræði þeim tengdum.

Greinina má nálgast hér

Eldri grein um NOHVCC eftir Hjört L. Jónsson, hér

Opinn fundur um slóðamál

Rauðu línurnar tákna slóða sem ætlunin er að loka
Rauðu línurnar tákna slóða sem ætlunin er að loka

Þriðjudaginn 29. september, kl. 20:00, mun Russ Ehnes, framkvæmdastjóri NOHVCC, segja okkur upp og ofan af slóðamálum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa um 30 ára forskot á okkur í skipulagningu slóða og hafa náð mælanlegum árangri í að sætta sjónarmið þeirra sem vilja aka og þeirra sem vilja takmarkanir. Þetta málefni er sérstaklega heitt um þessar mundir hér á Íslandi eftir að spurðist út að Ásahreppur væri með á teikniborðinu verulegar lokanir slóða við Veiðivötn, Þórisvatn og Jökulheima (sjá nánar umræðu á spjalli 4×4).  Russ kemur til með að halda um klukkutíma fyrirlestur um þessi mál.   Einnig verður kynning á ljósabúnaði frá AMG Aukaraf, en Ásgeir Örn verður á staðnum og gefur góð ráð.
Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu (Bændahöllinni – gengið inn gengt Þjóðarbókhlöðunni), 3. hæð til hægri þegar lyftan er tekin upp.

Athugið að fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa.