Mótel Venus árið 2002

Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Mótel Venus árið 2002
Líklegur eins og elstu menn muna hann

Um næstu helgi fer fram skemmtikeppni til styrktar Hirti L. Jónssyni næsta sunnudag 11. júlí. Keppnin er ætluð öllum og verður með nýstárlegu móti þar sem menn verða dregnir saman í tveggja manna lið og reynt að jafna liðin eins og hægt er þannig að vanur hjólari/keppandi er settur með óvönum hjólara og er markmiðið að allir hjóli á sínum hraða og skemmti sér hið besta og allir sitji við sama borð. Hlaupastartið verður endurvakið og bryddað upp á ýmsu óvenjulegu. Allir velkomnir, vanir, óvanir, konur, börn niður í 12 ára á 85 hjólum og fjórhjól en hjól verða að vera skráð og tryggð og ökumenn verða að klæðast öllum öryggisbúnaði. Brautin verður öllum fær og liggur um neðra svæðið í Bolaöldu. Við hvetjum alla til að taka þátt í fjörinu og styðja gott málefni í leiðinni.

Skráning fer fram HÉR og er hafin. Skráningunni lýkur kl. 23.59 á föstudagskvöldið 9. júlí.

Dagskrá:

10.00     Mæting
10-11     Skoðun – hjól sem ekki hefur verið keppt á í sumar
11.00     Liðalisti birtur – liðsmenn draga sig saman og mynda sér keppnisstrategíu
12.00     Start – hlaupastart a la Líklegur fyrir 50 fremstu menn, næstu 50 starta 30 sek. síðar með dauðan mótor
15.00     Keppni lýkur
15.15     Gos og grillaðar pulsur í boði fyrir keppendur.
15.30     Verðlaunaafhending

Reglur:

Keppnin er skemmtikeppni okkur öllum til skemmtunar og ánægjuauka og tekjur af keppninni renna til endurnýjunar/uppgerðar á Husqvarna hjóli Hjartar L. Jónssonar sem stolið var nýverið. Keppendum verður skipt í A (vana keppendur) og B (minna vanir og byrjendur) og svo verða A og B ökumaður dregnir saman í lið. B- ökumennirnir ræsa og ætlast er til þess að liðsfélagar skipti í a.m.k. á 3 hringja fresti eða oftar. Verði einhver vís af svindli, sleppir hliði, eða annað sem ekki er ætlast til í keppninni skal viðkomandi aka einn hring í motocrossbrautinni (ef keppnisstjórn sér og skynjar að annar keppandinn í liði hafi farið fleiri en 3 hringi í einu skal hann aka hring í motocrossbrautinni eftir 4. hring). Aðrar reglur verða samdar og refsingar og/eða sérstök bónusstig veittar eftir hendinni og fullkomlega að geðþótta keppnisstjóra. Góða skemmtun 🙂

4 hugrenningar um “Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010”

 1. Sæll Hjörtur.

  Á að notast við einhvern tímatökubúnað eða á að öskra númerið sitt þegar keyrt er i gegnum endamarkið eins og á Korpúlfsstöðum forðum ??

  Kveðja, Baðvörðurinn

 2. Sælir báðir tveir. Það verður notast við þetta sama kerfi þegar Stefán öskraði sem hæst og fékk verðlaun fyrir. Þetta er eini tímatökubúnaðurinn sem er hægt að notast við í keppni sem þessari þar sem að fyrir keppni veit enginn númer hvað hann er og ekki með hverjum hann keppir á móti.
  Til gamans að í síðustu svona keppni voru veitt verðlaun fyrir sæti frá 1-20, en nú verða a.m.k. fyrstu 10 verðlaunaðir svo eitthvað sé nefnt.
  Endilega sendið inn fyrirspurnir ef einhverjar eru varðandi keppnina.
  Kveðja Hjörtur Líklegur.

 3. Ég verð af þessari keppni, því miður.

  Ég óska þáttakendum góðrar skemmtunar.

  Þetta verður örugglega skemmtilegasta keppni ársins 🙂

  Ég mun hugsa til ykkar á hjólaferð minni með Steinu á Vestfjörðum.

Skildu eftir svar