Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Umhverfisnefndarbæklingurinn

Bæklingurinn sem umhverfisnefnd VÍK gaf út er nú kominn inn á vefinn og er linkurinn á hann hér til hliðar. Þeir örfáu sem ekki hafa kynnt sér innihaldið hafa nú tækifæri til þess á aðgengilegan hátt.

Litla kaffistofan

Mikil umferð hjólamanna hefur verið við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni um helgina sem oftar.  Að sögn Stefáns á Litlu Kaffistofunni er alltaf jafn gaman að fá hjólamenn í heimsókn sem og aðra viðskiptarvini. Það er eitt sem hjólamenn þurfa samt að laga og er það að gefa ekki í og spóla grjóti á fólk og bíla sem þar eru.  Þetta gerðist um helgina og að sögn Stefáns var um að ræða ungan ökumann sem eiga greinilega eftir að læra ýmislegt.

Förum varlega og sýnum tillitssemi á planinu hjá Stefáni.  Hann hefur þjónustað okkur frábærlega ár eftir ár.  Vinnum saman að þessu máli og þeir sem reynsluna hafa,  miðlið henni til þeirra sem eru að byrja í sportinu.

Hjörtur Líklegur

Hálendisæfing hjá enduro.is

höfundur: Haraldur og Kjartan

Helgina 15.-16.sept var hálendisæfing hjá enduro.is. Sex hjólahetjur tóku þátt í æfingunni.

· Guðmundur Bjarnason Husaberg 501
· Haraldur Ólafsson KTM 520
· Hjörtur L. Jónsson Husqvarna 410
· Kjartan Kjartansson Gas Gas 300
· Okto Einarsson KTM 520
· Sveinn Markússon Husaberg 501

Hér sjá glöggir menn eflaust að tvær míní hetjur vantaði. Heimir og Brutus Maxus voru fjarverandi og Torfi og póleraði Bergurinn einnig. Vitað var að hjólin höfðu mikinn áhuga á að leggja í ferðina, eigendurnir báru fyrir sig einhverjar afsakanir sem sönnum hetjum sæmir ekki. Guðjón hafði betri afsökun, Husabergurinn hans lá í þúsund pörtum á einhverju borði uppi í Vélhjólum og sleðum. Árni Ísberg, pyttstjóri liðins bara fyrir sig hina undarlegustu afsökun, hann sagðist vera að fara í réttir, eins og hann hefði ekki þurft að umgangast nóg af sauðum í þessar ferð, ýmist tví- eða fjórfættum. Páll brekkan var vant við látinn, hann þurfti að stumra yfir kærustunni í orðsins fyllstu merkingu. Lesa áfram Hálendisæfing hjá enduro.is

Ferðaskýrsla

höfundur: Haraldur Ólafsson

Hálendis- og vatnaæfing enduro.is 11. og 12. ágúst 2001

Laugardaginn 11.ágúst lögðu 6 enduro-hetjur upp í æfingartúr um hálendi Íslands. Fimm hjólamenn og einn bílstjóri á trússbíl.Hetjurnar 6 voru þeir;

  • Haraldur Ólafsson (KTM 520 EXC),
  • Sveinn Markússon (Husaberg 501 FE),
  • Kjartan Kjartansson (Gas Gas 300 EC),
  • Árni Ísberg (Husaberg 400 FE),
  • Páll Ágúst Ásgeirsson (KTM 400 EXC).
  • Guðmundur Bjarnason (ISUZU Troper turbo intc, 38´)

Ferðin hófst við Hrauneyjar og var ekið af stað kl 13:30. Ekki tókst öllum að komast klakklaust af stað. Hjólið hans Sveins var með einhver leiðindi við eigandann, eftir margar gangsetningar og jafn margar ádrepslur var ákveðið að opna blöndunginn. Kom þar í ljós að Sveinn drekkur ekki einn þegar hann læðist út í bílskúr, blöndungurinn var nefnilega fullur af Holsteinbjór, Sveinn sagði reyndar hann vera fullan af vatni. Eftir að runnið hafði af Holsteinbergnum gekk hann eins og í sögu og BergSveinn vatni gat haldið áfram. Lesa áfram Ferðaskýrsla

Lambhagi – Fávitaháttur

Landvörður Lambhaga og nærliggjandi svæðis gaf sig á tal við umsjónarmann vefsíðunnar og talaði um miklar gróðurskemmdir.  Mikil vinna hefur verið lögð í uppgræðslu sem síðan er fótum troðin í algjöru virðingarleysi af einhverjum hjólamanni / mönnum.  Þetta svæði ásamt fleirum á landinu er í stuttu máli frábært hjólasvæði.  Með þessu áframhaldi verða komin upp skilti þar sem hjól eru bönnuð og þegar það gerist þá eru þau komin til að vera.  Svæðið er morandi í slóðum sem hreinn draumur er að keyra.  Sá mikli fjöldi hjólamanna sem hefur í gegnum árin notið þessa hjólasvæðis án athugasemda og í vinsemd Landvarðar mun hálshöggva, húðfletta og tæta í sig hvern þann sem sést til eða fréttist af vera valdandi að gróðurskemmdum.  Það fáránlegasta af öllu er að einmitt á þessu svæði þar sem allt er morandi í slóðum, þurfa menn að vera frekar heilalausir verði þeir valdir að skemmdum.
Vefurinn auglýsir því „open season“ á alla heilalausa og greiðir 800 krónur fyrir bensínhöndina og 270 krónur aukalega ef úlnliðurinn fylgir.