Vefmyndavél

mbl.is fjallar um utanvegaakstur

Á mbl.is er grein um fólk sem gekk að mönnun vera að … „að drösla hjólum sínum í gegnum girðingu“

Hér er greinin í heild.

Texti og mynd er frá mbl.is

Mennirnir hættu við að fara inn fyrir girðingu sem afmarkar vatnsból Hafnfirðinga í Reykjanesfólkvangi.

Erfitt að eiga við akstur innan verndarsvæðisins

„Við þekkjum þetta vandamál vel. Utanvegaakstur er náttúrlega algengt vandamál úti um allt land og við höfum reynt að láta lögregluna vita en það er ósköp lítið sem við getum gert, því þeir fara mjög hratt yfir á þessum mótorhjólum.“

Þetta segir Berglind Guðmundsdóttir, arkitekt á skrifstofu skipulags- og byggingarmála hjá Hafnarfjarðarbæ.

Göngufólk á útivistarsvæði í upplandi Hafnarfjarðar, við Helgafell ofan Kaldárbotna, gekk um helgina fram á tvo vélhjólamenn þar sem þeir voru í miðju kafi að drösla hjólum sínum í gegnum girðingu umhverfis vatnsverndarsvæði Hafnarfjarðar. Svæðið tilheyrir Reykjanesfólkvangi og er opið göngufólki en ekki vélknúnum ökutækjum auk þess sem akstur utan vega er að sjálfsögðu ólöglegur alls staðar.

„Við höfum aðeins rætt það að ráða landvörð í gæslu á náttúruverndarsvæðum bæjarins, bæði til þess að afstýra þessu vandamáli og eins gróðureldum og öðrum sem er verið að kveikja á þessum árstíma. Allt hraunið þarna í upplandinu er á hverfisvernduðu svæði og þarna erum við búin að friða mikið af óhreyfðum hraunum og náttúruvættum auk þess sem við þurfum að vernda vatnsbólið í Kaldárbotnum,“ segir Berglind.

Tengill á frétt

Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira

Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.

Verðskrá:

 • Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
 • Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
 • Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
 • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
 • Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
 • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

 • Þriðjudagar 16-21
 • Fimmtudagar 16-21
 • Laugardagar 10-17
 • Sunnudagar 10-17
 • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
 • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

 • Mánudagar 16-21
 • Föstudagar 16-21
 • Laugardagar 10-17
 • lokað aðra daga

Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.

Bikarkeppnir

Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.

 • Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
 • Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
 • Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
 • Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.

 

Bolaöldusvæðið.

Garðar Bolaöldustjóri

Garðar Bolaöldustjóri vinnur að því hörðum höndum að gera svæðið klárt fyrir sumarið.

ALLIR SLÓÐAR ERU LOKAÐIR ÞANGAÐ TIL ANNAÐ VERÐUR KYNNT.

Einhver skemmdarvargur hefur farið í slóðana í gær og eru djúp för eftir þann óþokka. En stutt er í að Brautirnar opna og verður það kynnt hér á síðunni, vonandi fyrir eða um helgina.

Garðar hefur verið mjög grimmur í eftirliti og tekur myndir af öllum grunsamlegum sem þvælast um svæðið án leyfis.

Lesa meira af Bolaöldusvæðið.

Vor-verkin

Tjörnin er á sínum stað, en fer óðum minnkandi

Góðir hálsar!
Nú fer í hönd árlegur tími þýðunnar.  Þá er gríðarlega nauðsynlegt að vera ekki að spóla um í drullunni sem er allsráðandi, enda flokkast slíkt sem hrein og bein skemmdarstarfsemi.
Einhver van-hugsuður ók slóða, hér fyrir ofan höfuðborgina í fyrra, sem leiddi til þess að þeir voru alveg hundleiðinlegir fram eftir öllu sumri.
Aflið ykkur upplýsinga um stöðuna á slóðunum áður en lagt er í’ann – og snúið strax við ef ástandið er eitthvað annað en gott.
Bolalda kemur þokkaleg undan vetrinum og verður farið í það fljótlega að ýta burt snjósköflum og lagfæra verstu úrrennslin.

Motocross vs MotoHross

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xxiFgGx_7Ck&NR=1[/youtube]Það hefur lengi verið í umræðunni hve illa það fer í hross að mæta vélhjóli.  Það má heldur ekki draga neitt úr nauðsyn þess að vélhjólafólk síni ítrustu varfærni þegar reiðmenn eru í nánd.  Við vélhjólafólk getum alltaf drepið á hjólunum og látið fara lítið fyrir okkur ef þarf – en reiðfólk hefur ekki sömu möguleika.  Hrossin eru misjöfn og á þeim verður ekki slökkt.  Það er því gríðarlega mikilvægt að rétt sé staðið að samskiptum hjóla og hrossa (sjá frétt hér á undan).
Hér er hins vegar skemmtilegt myndband frá  Evrópu sem sýnir að með réttri æfingu þá er ýmislegt mögulegt.

Hestamenn og hjólamenn mætast án vandræða

Það er enginn heimsendir fyrir hestamann að mæta motorhjóli. Ef ákveðnar reglur eru hafðar í huga eru meiri möguleikar á að þetta gangi vel. KKA hefur gert myndband sem sýnir hversu auðvelt þetta er.

Mikilvægt er að hafa ákveðnar reglur í huga.

 • Hjólamenn eiga að víkja út í kant þegar þeir mæta hestamönnum, stöðva og drepa á hjólinu og taka af sér hjálminn
 • Ekki ræsa hjólið fyrr en hesturinn hefur fjarlægst aftur.
 • Hestamaðurinn bregst við með ró, hann veit að hesturinn skynjar hans líðan.
 • Hann klappar hestinum róandi á makkann og ræðir við hann í rólegum tón.
 • Hesturinn skynjar fum eða hræðslu, allur æsingur knapans verður til þess að hann æsist líka.
 • Knapinn talar rólega við hestinn og ennfremur við þann sem hann mætir.

[youtube width=“485″ height=“344″]http://www.youtube.com/watch?v=Vy7HppUwhq8[/youtube]

Síða 5 af 12« Fyrsta...34567...Síðasta »