Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Ítalíuferð í máli og myndum

Kári Jónsson fór fyrir stuttu síðan og keppti í endúrokeppni á Ítalíu og sendi faðir hans Jón Hafsteinn Magnússon JHMsport þessa grein.

Um kvöldið þegar við komum út sótti okkur á flugvöllinn Enduro liðstjóri TM Racing Tullio Provini.Tullio Provini er þekktur ökumaður og síðari ár sem liðstjóri og mekki. Tullio býr í Bologna og hefur þar aðstöðu fyrir keppnishjólin.
Á sunnudeginum fórum við að prófa græjuna, það var gert á krossbraut í nágrenninu. Æfingin tókst vel og Kári ánægður með hjólið svo var farið heim og hjólið þrifið og sjænað. Þá var farið að ræða fyrirkomulag keppninnar og kom í ljós að hún var að styrkleika eins og umferð í Heimsmeistara mótinu enda margir Ítalir á toppnum þar. Lesa áfram Ítalíuferð í máli og myndum

Endúrósvæði í Þorlákshöfn staðreynd

Bæjarstjórnin í Þorlákshöfn samþykkti í gær umsókn vélhjóladeildar Þórs um afnota af landi undir endúrósvæði. Svæðið verður líklega um 200 hektarar í nágrenni motocrossbrautarinnar. Skriffinnskan er komin á fullt og vonandi verður hægt að hjóla á svæðinu í vor. Sindri Stefánsson hjá Þór sagði í samtali við vefinn að gott samstarf væri við bæjarstjórnina og mikil bjartsýni væri í félaginu, í því eru um 50 meðlimir. Einnig sagði hann að þeir vonuðust eftir að halda Íslandsmót í Endúró strax á næsta ári en fyrir nokkrum árum voru iðulega haldnar vorkeppnir þarna í nágrenninu.

Þó ber að geta að stranglega bannað er að hjóla í fjörunni við Þorlákshöfn.

Engin kreppa hjá BMW

Knight
BMW Motorrad hefur gert samning við þrjá ofur-ökumenn fyrir Enduro heimsmeistaramótið 2009. Það eru engir aðrir en Man-eyjarbúinn David Knight (margfaldur WEC, GNCC og Klaustur meistari ) og svo Finnarnir, Juha Salminen (sautján sinnum WEC meistari) og Marko Tarkkala sem munu aka fyrir BMW í öllum átta umferðunum.

BMW hefur einning á prjónunum að taka þátt í einhverju umferðum bandarísku GNCC keppninnar.
Það má því búast við því að BMW setji mark sitt á enduro keppnir næsta árs.

Horn í horn video

Hér má sjá 3 video frá Horn í horn túrnum hans Einars Sverrissonar. Svavar Kvaran félagi Einars setti klippti myndirnar um túrinn. Smellið á (more…) hér fyrir neðan til að sjá hina tvo þættina.

3. Þáttur af Horn í Horn – Túrinn

Þriðji og síðasti hluti seríunnar þar sem sagt er frá túrnum
Allt gekk upp eins og best var á kosið og landið þverað á rúmum 15 klst.

Lesa áfram Horn í horn video

Horn í horn myndasýning

Í framhaldi af aðalfundi Slóðavina sem haldin verður í bíósal Hótel Loftleiða, laugardaginn 8. nóvember kl. 13:00, ætlar Einar Sverrisson að segja frá 16 klukkustunda svaðilför á torfæruhjóli þvert yfir hálendið. Einar er væntanlega eini afinn á landinu sem leggur á sig að ferðast einn og óstuddur yfir hálendið á torfæruhjóli, fjarri allri aðstoð, utan GSM-sambands, hjólandi yfir jökulár, eyðisanda og grýttar slóðir. Eitt af markmiðum túrsins var að fara frá Reykjanesvita og að Fonti á Langanesi á sem styrstum tíma. Má með sanni segja að það hafi tekist með glans. Einar ætlar að frumsýna myndband úr túrnum og sýna ljósmyndir, auk þess að segja okkur frá undirbúningnum, ferðalaginu sjálfu og hvað hvatti hann til leggja þetta á sig. Landið hefur verið þverað áður á torfæruhjólum en Einar er sá fyrsti til að hjóla þetta aleinn á svona stuttum tíma. Myndasýningin hefst um kl. 15:00, eða eftir kaffihlé aðalfundar. Slóðavinir bjóða öllum sem áhuga hafa velkomna.

ISDE Six days í Portúgal

Sex daga landsliðskeppnin ISDE Six days er haldin í Portúgal í ár.