Endúrósvæði í Þorlákshöfn staðreynd

Bæjarstjórnin í Þorlákshöfn samþykkti í gær umsókn vélhjóladeildar Þórs um afnota af landi undir endúrósvæði. Svæðið verður líklega um 200 hektarar í nágrenni motocrossbrautarinnar. Skriffinnskan er komin á fullt og vonandi verður hægt að hjóla á svæðinu í vor. Sindri Stefánsson hjá Þór sagði í samtali við vefinn að gott samstarf væri við bæjarstjórnina og mikil bjartsýni væri í félaginu, í því eru um 50 meðlimir. Einnig sagði hann að þeir vonuðust eftir að halda Íslandsmót í Endúró strax á næsta ári en fyrir nokkrum árum voru iðulega haldnar vorkeppnir þarna í nágrenninu.

Þó ber að geta að stranglega bannað er að hjóla í fjörunni við Þorlákshöfn.

5 hugrenningar um “Endúrósvæði í Þorlákshöfn staðreynd”

  1. Þetta er magnað. TIl hamingju. Vonandi verður fyrsta endúrókeppnin á næsta ári hjá ykkur. Bolalda verður varla orðin keppnisfær um miðjan maí.

  2. Vá ég held að þetta verði með skemtilegri endurobrautum landsins! hlakkar til að keppa þarna

    ég er samt ekki samála þér theDude bolalda er mikið skemtilegri í svona drullu og skemtilegheitum:D

Skildu eftir svar